Guðný Helga Guðmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðný Helga Guðmundsdóttir.

Guðný Helga Guðmundsdóttir löggiltur endurskoðandi fæddist 22. nóv. 1968 í Eyjum og lést 5. september 2020.
Foreldrar hennar eru Guðmundur Helgi Guðjónsson bifvélavirkjameistari , f. 1947 og k.h. Inga Dóra Þorsteinsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 1946.

Guðný var launamálafulltrúi í Fjármálaráðuneytinu 1988-1992, varð cand.oecon.- viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1996, vann við endurskoðun hjá KPMG frá 1996, varð löggiltur endurskoðandi haustið 2005.
Maki Guðnýjar, (25. júní 1994), er Friðrik Björgvinsson lögfræðingur, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, f. 3. marz 1961 á Akranesi. Foreldrar hans eru Björgvin Sævar Hjaltason verkamaður og leiðbeinandi, f. 1933, d. 2015, og k.h. (skildu) Daisy Edda Karlsdóttir framreiðslukona, f. 1932.
Hjalti afi Friðriks og Jón Benónýsson (Jón Ben) voru bræður.

Börn:
1. Andri Friðriksson, f. 14. nóvember 1990 í Rvk. Sambúðarkona hans Hrafnhildur Kristinsdóttir.
2. Gunnar Helgi Friðriksson, f. 18. maí 1993 í Rvk. Sambúðarkona hans Svava Stefanía Sævarsdóttir.
3. Alexander Elvar Friðriksson, f. 13. febrúar 1999 í Rvk.Sambúðarkona hans Bertha María Smáradóttir.
4. Kristófer Máni Friðriksson, f. 13. febrúar 1999 í Rvk. Unnusta hans Kristín Dís Árnadóttir.


Heimildir

  • Upphaflegu greinina skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson
  • Borgfirzkar æviskrár. Akranesi: Sögufélag Borgarfjarðar, 1969-2003.
  • Morgunblaðið 17. september 2020. Minning.
  • Pers.
  • Þorsteinn Jónsson: Klingenbergsætt. Reykjavík: Þjóðsaga, 1991-1993.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.