Guðmunda Sólveig Jóhannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmunda Sólveig Jóhannsdóttir húsfreyja fæddist 26. ágúst 1906 í Ártúni við Hofsós í Skagafirði og lést 10. febrúar 1982.
Foreldrar hennar voru Jóhann Skúlason húsmaður, bóndi, sjómaður, f. 25. desember 1866, d. 6. ágúst 1954, og fyrri kona hans Sigríður Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1872, d. 6. nóvember 1914.

Guðmunda Sólveig var með foreldrum sínum í Ártúni á Hofsósi 1910, en móðir hennar lést 1914. Hún var með föður sínum og systkinum í Ártúni II 1914, var tökubarn hjá Ágústi Baldvinssyni og Guðrúnu Kristjánsdóttur á Hofsósi 1918, hjá Einari Ásmundssyni og Herdísi Kjartansdóttur þar 1919, vinnukona hjá Margréti Ingólfsdóttur og Þorleifi Pálssyni þar 1921. Hún var skráð ógift stúlka frá Akureyri við skírn Fanneyjar dóttur sinnar á Siglufirði 1927. Hún bjó með Ólafi Sölva við Lindargötu á Siglufirði. Þau eignuðust fimm börn, en eitt þeirra fæddist andvana.
Þau fluttu til Eyja 1951, bjuggu í Steinholti, en Guðmunda Sólveig bjó hjá Margréti dóttur sinni á Kirkjuvegi 26 1972 og síðar.
Ólafur Sölvi lést 1958 og Guðmunda Sólveig 1982.

I. Barnsfaðir Guðmundu Sólveigar var Jón Hallfreður Sigtryggsson, f. 13. desember 1902, d. 8. janúar 1981.
Barn þeirra:
1. Fanney G. Jónsdóttir (Guðrún Fanney við skírn), húsfreyja í Borgarnesi, matráðskona, f. 23. mars 1927 á Siglufirði, d. 5. maí 2005. Maður hennar Hörður Jóhannesson.

II. Sambýlismaður Guðmundu Sólveigar var Ólafur Sölvi Bjarnason verkamaður, síldarmatsmaður, síðar í Eyjum, f. 10. ágúst 1906 í Fellssókn í Skagafirði, d. 2. maí 1958.
Börn þeirra:
2. Sigurveig Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1929 á Lindargötu 8 á Siglufirði, d. 5. júní 1995. Maður hennar Kristján Guðni Sigurjónsson.
3. Bjarni Ólafsson verkamaður, verkstjóri, slippstjóri, f. 18. október 1932 á Lindargötu 8 á Siglufirði, síðast í Keflavík, d. 23. febrúar 1991. Kona hans Erla Marinósdóttir Olsen.
4. Jóhann Guðmundur Ólafsson verkamaður, verkstjóri, f. 15. apríl 1935 á Lindargötu 8 á Siglufirði. Kona hans Guðrúnar Steinsdóttir.
5. Andvana drengur, f. 18. mars 1941.
6. Elísabet Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 15. apríl 1945 á Lindargötu 1 á Siglufirði, d. 2. maí 2008. Maður hennar var Þorkell Rúnar Sigurjónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.