Guðmunda Hjörleifsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmunda

Guðmunda Hjörleifsdóttir er fædd 23. apríl 1949. Foreldrar hennar Hjörleifur Guðnason múrarameistari og Inga Jóhanna Halldórsdóttir. Maður hennar er Þórður Ingi Sigursveinsson. Þau búa að Litlagerði 4.

Guðmunda starfaði lengi sem þerna á Herjólfi en fyrir nokkrum árum gerðist hún umboðsaðili Volare á Íslandi sem hún á og rekur í dag. Vikublaðið Fréttir veitir árlega viðurkenningu þeim sem hafa skarað fram úr í Vestmannaeyjum og árið 2004 var Guðmunda valin Eyjamaður ársins.

Frekari umfjöllun

Guðmunda Hjörleifsdóttir húsfreyja, þerna, umboðsmaður fæddist 23. apríl 1949.
Foreldrar hennar Hjörleifur Guðnason frá Oddsstöðum, múrarameistari, húsvörður, f. 5 júní 1925 að Hjarðarholti í Seyðisfirði, d. 13. júní 2007, og kona hans Inga Jóhanna Halldórsdóttir frá Norðfirði, húsfreyja, f. 30. nóvember 1927.

Börn Ingu og Hjörleifs:
1. Lilja Dóra Hjörleifsdóttir, f. 7. október 1947.
2. Guðmunda Hjörleifsdóttir, f. 23. apríl 1949.
3. Guðjón Hjörleifsson, f. 18. júní 1955.
4. Guðni Hjörleifsson, f. 8. nóvember 1957.
5. Halldór Hjörleifsson, f. 9. nóvember 1960.
6. Sigrún Hjörleifsdóttir, f. 25. ágúst 1962.
7. Jónína Björk Hjörleifsdóttir, f. 24. maí 1966.

Guðmunda var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1966.
Guðmunda vann við fiskiðnað, var afgreiðslukona í Versluninni Geysi, var þerna á Herjólfi, síðar umboðsmaður Volare á Íslandi.
Þau Þórður giftu sig 1968, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hafnarfirði, síðan við Smáragötu 4 og síðan 7, í Litlagerði 4, við Heiðarveg 9, en búa nú við Boðaslóð 12A.

I. Maður Guðmundu, (28. desember 1968), er Þórður Ingi Sigursveinsson sjómaður, trésmíðameistari, f. 4. júní 1948.
Börn þeirra:
1. Inga Björg Þórðardóttir verslunarmaður í Svíþjóð, f. 11. nóvember 1968 í Rvk. Barnsfaðir hennar Árni Kristjánsson. Fyrrum maður hennar Stefán R. Þorvarðarson. Barnsfaðir Martin Jenson. Maður hennar Mikael Larson.
2. Matthildur Þórðardóttir kaupmaður í Svíþjóð, f. 8. júlí 1970 í H.firði. Maður hennar Niklas Jansson.
3. Sigursveinn Þórðarson umboðsmaður Eimskips í Eyjum, f. 7, desember 1972 í H.firði. Barnsmóðir hans Guðrún Ósk Hermansen. Kona hans Eydís Ósk Sigurðardóttir.
4. Hjörleifur Þórðarson trésmiður í Svíþjóð, f. 21. október 1976 í Eyjum. Fyrrum kona hans Margrét Rós Andrésdóttir. Kona hans Linda Mary.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.