Guðjón Pétursson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Pétursson.

Guðjón Pétursson frá Kirkjubæ, sjómaður, stýrimaður fæddist þar 31. júlí 1935 og lést 25. janúar 1985.
Foreldrar hans voru Pétur Guðjónsson bóndi, sjómaður frá Oddsstöðum, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982, og fyrri kona hans Guðrún Rannveig Guðjónsdóttir húsfreyja frá Tóarseli í Breiðdal, f. 17. apríl 1905, d. 18. október 1938.

Börn Guðrúnar og Péturs:
1. Jónína Ósk Pétursdóttir, f. 12. nóvember 1926 á Oddsstöðum, d. 24. maí 2016.
2. Guðlaug Pétursdóttir, f. 25. september 1928 á Aðalbóli.
3. Guðlaugur Magnús Pétursson, f. 5. ágúst 1931 á Kirkjubæ, d. 1. febrúar 2017.
4. Jóna Halldóra Pétursdóttir, f. 18. ágúst 1933 á Kirkjubæ.
5. Guðjón Pétursson, f. 31. júlí 1935 á Kirkjubæ, d. 25. janúar 1985.
Börn Péturs og Lilju Sigfúsdóttur, síðari konu hans:
6. Guðrún Rannveig Pétursdóttir, f. 10. desember 1939, d. 19. maí 2015.
7. Árni Pétursson, f. 4. febrúar 1941, d. 9. október 1996.
8. Brynja Pétursdóttir, f. 16. ágúst1946.
9. Herbjört Pétursdóttir, f. 26. febrúar 1951, d. 2. maí 1999.

Guðjón var með foreldrum sínum skamma stund, en móðir hans lést, er hann var á fjórða árinu. Hann var með föður sínum og síðari konu hans Lilju Sigfúsdóttur.
Guðjón var um skeið í Kvöldskóla iðnaðarmanna. Hann lauk hinu minna fiskimannaprófi í Eyjum 1962 og hinu meira prófi 1964 í Stýrimannaskólanum í Reykjavík.
Hann fór ungur til sjós, byrjaði á Lundanum VE 141 og var síðan stýrimaður á Bergi VE 44 og var í áhöfn hans, er hann fórst út af Snæfellsnesi. Hann var síðan stýrimaður á Bergi síðari til 1971, er hann fór í land. Þá varð hann bifreiðastjóri hjá Steypustöðinni í Eyjum. Við Gosið 1973 flutti fjölskyldan á Selfoss og þar var Guðjón vörubifreiðastjóri.
Guðjón var um skeið í stjórn sjúkra- og styrktarsjóðs skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi. Hann sat í stjórn Sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi.
Þau Dagfríður giftu sig 1958, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjubæ, byggðu hús við Kirkjubæjarbraut 23 og bjuggu þar til Goss.
Þau Dagfríður fluttu á Selfoss 1973, bjuggu síðast við Heimahaga 3.
Guðjón lést 1985.

I. Kona Guðjóns, (11. október 1958), var Dagfríður Finnsdóttir kennari, f. 20. október 1932, d. 21. júní 1989.
Börn þeirra:
1. Pétur Guðjónson rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík, f. 24. september 1958. Kona hans Berta Jónsdóttir.
2. Sveinbjörn Guðjónsson kjötiðnaðarmaður á Selfossi, f. 26. janúar 1961. Kona hans Margrét Ýrr Vigfúsdóttir.
Barn Dagfríðar og fósturbarn Guðjóns:
3. Hallveig Guðjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Mors Noregi, f. 14. janúar 1954. Maður hennar Motren Nilsen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.