Guðjón Eggertsson (Ísakshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Eggertsson sjómaður frá Ísakshúsi fæddist 17. janúar 1881 og lést 27. september 1936.
Foreldrar hans voru Eggert Guðmundur Ólafsson sjómaður frá Götu, f. 1. nóvember 1855, d. 2. desember 1918, og barnsmóðir hans Steinunn Ísaksdóttir vinnukona frá Norðurgarði, f. 22. október 1856, d. 31. janúar 1920.

Guðjón var með móður sinni í Ísakshúsi 1890, en þar var einnig afi hans Ísak Jakob Jónsson, áður bóndi í Norðurgarði.
Hann var vinnuhjú í Björgvin 1901 hjá Hjálmfríði Björgu móðursystur sinni og manni hennar Elísi Sæmundssyni, og þar var einnig Guðrún Ólafsdóttir frá Norðurgarði, móðurmóðir hans, og þrjú börn hjónanna.
Við manntal 1910 var Guðjón leigjandi á Bólstað, og þar var Jónína Sigríður Stefánsóttir bústýra, f. 16. júlí 1889, og barn þeirra Þorsteinn Ragnar eins árs, f. 1. maí 1909.
Við skráningu 1920 var Guðjón ekkill á Seljalandi með son sinn Guðmund Hafstein Sigurjón, f. 1. mars 1916, hjá sér.
Guðjón lést 1936.

I. Kona Guðjóns, (14. janúar 1911), var Jónína Sigríður Stefánsóttir húsfreyja ættuð af Austurlandi, f. 16. júlí 1889, d. 18. nóvember 1915.
Börn þeirra hér:
1. Þorsteinn Ragnar Guðjónsson verkamaður í Eyjum, f. 1. maí 1909, d. 21. febrúar 1978.
2. Guðmundur Hafsteinn Sigurjón Guðjónsson sjómaður, leigubílstjóri og bílamálari í Reykjavík, f. 1. mars 1914, d. 24. október 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.