Guðbjört Magnúsdóttir (Bjarmalandi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Guðbjört Magnúsdóttir.

Guðbjört Magnúsdóttir frá Bjarmalandi, húsfreyja, gangavörður fæddist þar 31. maí 1924 og lést 27. júlí 2019.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon frá Geitagili í Örlygshöfn, skipasmiður í Dvergasteini og á Bjarmalandi, f. 6. október 1882, d. 22. október 1961 og k.h. Oddný Erlendsdóttir frá Skíðbakka í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 11. október 1883, d. 9. ágúst 1969.
Börn Oddnýjar og Magnúsar:
1. Hulda Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. júní 1913 í Ólafshúsum, d. 6. nóvember 1998.
2. Marta Sonja Magnúsdóttir, húsfreyja, saumakona, gangavörður, f. 19. nóvember 1914 á Ingólfshvoli, d. 13. október 2010.
3. Magnús Adolf Magnússon, bifvélavirki, býr í Kópavogi, f. 20. júlí 1916 í Dvergasteini, d. 25. desember 1996.
4. Þórdís Magnúsdóttir vinnukona í Reykjavík, f. 15. september 1917 í Dvergasteini, d. 23. apríl 1939.
5. Jórunn Lilja Magnúsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 5. desember 1919 í Dvergasteini, d. 14. febr. 2008.
6. Erlendína Guðrún Magnúsdóttir, f. 18. júní 1921 í Dvergasteini, d. 21. september 1922.
7. Erlendur Magnússon verkamaður, sjómaður, útgerðarmaður í Reykjavík, f. 13. mars 1923 á Bjarmalandi, d. 9. október 2003.
8. Guðbjört Magnúsdóttir húsfreyja, gangavörður í Reykjavík, f. 31. maí 1924 á Bjarmalandi, d. 27. júlí 2019.
9. Elísabet Fjóla Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 24. nóvember 1925 á Bjarmalandi, d. 28. ágúst 2004. Hún varð kjörbarn Helgu Eggertsdóttur húsfreyju og Kristófers Péturs Eggertssonar skipstjóra á Akranesi.
10. Fanney Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona í Reykjavík, f. 3. mars 1928 á Bjarmalandi, d. 4. október 2013.

Guðbjört var með foreldrum sínum í æsku, var enn með þeim á Bjarmalandi 1940, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1942.
Hún vann meiri hluta starfsævi sinnar við fiskvinnslu, var löggiltur fiskimatsmaður. Guðbjört var kaupakona á Selalæk á Rangárvöllum 1944-1945, eignaðist Þórdísi Söndru 1945.
Guðbjört var barnapía hjá Huldu systur sinni eftir að Þórdís systir þeirra lést, vann í Frystihúsi Sambandssins frá 1950-1952, í Frystihúsinu á Kirkjusandi 1955-62 og hjá Hraðfystistöðinni í Reykjavík 1962 til 1988.
Frá 1988-1990 var hún gangavörður í Laugarnesskóla og í Grandaskóla frá 1990-1994.
Þau Magnús Kristján giftu sig 1947, bjuggu í bragga við Bjarmaland í Laugarnesi frá miðju ári 1947–1954 a.m.k., bjuggu síðan í Miðtúni 84, barnlaus, en Þórdís Sandra ólst upp hjá þeim og varð kjörbarn Magnúsar Kristjáns. Þau Magnús Kristján skildu.
Þau Ólafur Skúli giftu sig 1965, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Framnesvegi og Kaplasskjólsvegi í Reykjavík.
Ólafur Skúli lést 2008 og Guðbjört 2019.

I. Barnsfaðir Guðbjartar var Helgi Emil Eysteinsson, f. 28. október 1918, d. 1. júní 1997.
Barn þeirra:
1. Þórdís Sandra Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona í Reykjavík, á Reyðarfirði, á á Eskifirði, á Sauðárkróki, húsmóðir á Akureyri frá 1989, f. 24. maí 1945. Maður hennar, skildu 1988, Hafsteinn Guðvarðarson.

II. Maður Guðbjartar, (31. maí 1947, skildu 1961), var Magnús Kristján Jónsson sjómaður, vélstjóri, síðar starfsmaður Olíufélagsins Skeljungs og í vélsmiðjunni Hamri, f. 10. febrúar 1920 í Bolungarvík, d. 23. september 2005 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jón Valdimar Bjarnason sjómaður, f. 29. september 1888 í Reykjarfirði við Djúp, d. 20. apríl 1963, og sambýliskona hans Kristín Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1891 á Miðhúsum í Reykjarfirði, d. 15. október 1951.

III. Maður Guðbjartar, (11. september 1965), var Ólafur Skúli Símonarson verkamaður, sjómaður, vörubifreiðastjóri, f. 20. desember 1921 á Fálkagötu 27 í Grímsstaðaholti, d. 16. mars 2008 á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Foreldrar hans voru Símon Sveinsson af Grímsstaðaholtinu, útvegsbóndi, f. 25. nóvember 1887, d. 6. febrúar 1980, og Margrét Árnadóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 28. september 1886, d. 28. janúar 1941.
Barn þeirra:
2. Símon Gísli Ólafsson stúdent, húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 25. maí 1965. Kona hans Lára Arnfinnsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 9. september 2019 og 8. júní 2008. Minning Guðbjartar og Ólafs.
  • Símon Gísli Ólafsson.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.