Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anskar og Guðbjörg Oktavía.

Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir á Hrófbergi, húsfreyja, verkakona fæddist 2. október 1897 í Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum og lést 8. nóvember 1977.
Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson vinnumaður í Skarðshlíð og víðar undir Eyjafjöllum, f. 13. júlí 1862, d. 4. júní 1940, og Jóhanna Björnsdóttir.

Alsystir Guðbjargar Oktavíu var
1. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja á Álftanesi, f. 5. nóvember 1899, d. 1. febrúar 1971.
Hálfsystur Guðbjargar, börn Jóhönnu og fyrri manns hennar voru:
2. Guðrún Gísladóttir, f. 18. mars 1891 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, d. 12. nóvember 1925 á Litlu-Löndum.
3. Magnea Gísladóttir húsfreyja á Akri 1930, f. 7. júní 1893 í Björnskoti u. Eyjafjöllum, d. 10. febrúar 1975.
4. Gíslína Gísladóttir húsfreyja á Herjólfsgötu 5 1930, f. 1. október 1895 í Björnskoti, d. 27. maí 1972.

Guðbjörg var hjá Jóni Jónssyni og Halldóru Sigurðardóttur föðurforeldrum sínum á Leirum u. Eyjafjöllum 1901, hjá Ólafi Jónssyni föðurbróður sínum og konu hans Margréti Þórðardóttur á Leirum 1910.
Hún fluttist til Eyja 1918, var leigjandi, verkakona á Bergi við Bárustíg 4 1920, lausakona á Reykjum með Hjörleifi Má nýfæddum 1927. Hún ól Pál á Leirum u. Eyjafjöllum 1930, var húsfreyja á Bergi með Hjörleifi Má og Páli Kristni Halldóri nýfæddum 1930.
Guðbjörg bjó með Anskari á Geirseyri 1934 með börnunum Má, Páli, Marinó og tveim óskírðum drengjum.
Fjölskyldan bjó öll á Hrófbergi við Skólavegi 34 1940 og 1945, en 1949 voru Már og Anskar farnir.
Hún bjó síðast á Litlu-Eyri við Vesturveg 11b.
Anskar bjó síðast í Reykjavík og lést 1971. Guðbjörg lést 1977.

I. Barnsfaðir Guðbjargar var Erlendur Erlendsson veitingamaður, matsveinn á e.s. Þóri, f. 3. september 1904, d. 14. september 1958.
Barn þeirra var
1. Hjörleifur Már Erlendsson verkamaður, bifreiðasmiður, listmálari, síðast í Keflavík, f. 13. október 1927 á Reykjum, d. 3. desember 1999.

II. Barnsfaðir hennar var Páll Ágúst Jóhannesson sjómaður frá Akureyri, f. 20. ágúst 1875, d. 4. apríl 1930.
Barn þeirra var
2. Páll Kristinn Halldór Pálsson, f. 22. ágúst 1930 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 24. mars 1995.

II. Maður Guðbjargar var Andreas Anskar Joensen, f. 13. júlí 1906 í Færeyjum, d. 12. október 1971.
Börn þeirra:
3. Marinó Hafsteinn Andreasson verkamaður, síðast í Reykjavík, f. 15. júlí 1933 á Bergi, d. 17. október 1986.
4. Karl Valur Andreasson, f. 27. nóvember 1934 á Geirseyri, d. 28. nóvember 2006.
5. Óli Markús Andreasson verkstjóri í Reykjavík, f. 27. nóvember 1934 á Geirseyri, d. 30. mars 1991.
6. Þórir Rafn Andreasson verslunarmaður, verkamaður í Reykjavík, f. 22. febrúar 1936 á Skólavegi 34, d. 31. mars 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.