Guðbjörg Ósk Baldursdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Ósk Baldursdóttir frá Vallanesi, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 16. nóvember 1955.
Foreldrar hennar voru Jón Baldur Sigurðsson smiður, verkamaður, f. 27. desember 1913, d. 27. apríl 2002, og kona hans Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1916, d. 10. september 1972.

Börn Sigríðar og Baldurs:
1. Birkir Baldursson húsasmíðameistari, f. 27. ágúst 1936.
2. Guðný Sigríður Baldursdóttir húsfreyja, f. 31. janúar 1940.
3. Bjarni Halldór Baldursson bifvélavirkjameistari í Eyjum, f. 3. mars 1943, d. 25. nóvember 2017.
4. Guðbjörg Ósk Baldursdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. nóvember 1955.

Guðbjörg Ósk var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann afgreiðslustörf og við fiskiðnað fyrir giftingu. Hún bjó ásamt föður sínum í Vallanesi við Gos, en húsið eyðilagðist.
Þau Gísli giftu sig 1977, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Heiðartúni 1, fluttu til Reykjavíkur 2001, búa þar á Gullengi 15.

Maður Guðbjargar Óskar, (3. september 1977), er Gísli Ragnarsson vélvirkjameistari, f. 29. maí 1957. Foreldrar hans voru Ragnar Lárusson blaðamaður, teiknari, kennari, f. 13. desember 1935, d. 31. desember 2007, og sambýliskona hans Guðrún Gísladóttir, f. 3. nóvember 1938.
Börn þeirra:
1. Baldur Gíslason, f. 21. maí 1977. Hann er tölvutæknir í London, ókv.
2. Guðný Sigríður Gísladóttir verslunarmaður, f. 18. september 1983. Maður hennar er Jóhannes Sigmarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.