Sigríður Einarsdóttir (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrúnar Sigríður Einarsdóttir húsfreyja í Götu fæddist 16. ágúst 1887 í Húsavík eystra, N-Múlasýslu, og lést 3. febrúar 1967, síðast búsett í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Einar Árnason frá Skuggahlíð í Norðfirði, bóndi í Húsavík eystra og Breiðavík f. 28. september 1861, d. 3. febrúar 1899 í Breiðavík, og kona hans Guðfinna Aradóttir húsfreyja, f. 4. mars 1853 í Sandvíkurseli í Sandvík, S-Múl.

Guðrún Sigríður var með foreldrum sínum í Húsavík eystra 1890, fósturbarn á Sævarenda í Loðmundarfirði 1901.
Þau Konráð fluttust frá Norðfirði að Nöjsomhed 1910 með Jón Einar. 1912 voru þau búandi í Götu og síðan, uns þau fluttust til Reykjavíkur 1917.
Jón Einar var fluttur í Mýrdalinn til Sigurveigar ömmu sinnar.
Sigríður María var í fóstri hjá Guðnýju Stefánsdóttur og Jóhanni Guðmundssyni í Götu,
Concordía var í fóstri hjá Steinvöru í Nýjabæ,
Nikólína Guðfinna var fóstruð á Hjalla hjá Kristólínu og Sveini Scheving.
Þau misstu Pálínu Mundínu Sigurveigu af brunasárum, eftir að hún brenndist í Þvottalaugunum í Reykjavík 1918.
Í Reykjavík fæddust þeim 4 börn.
Börn þeirra Konráðs, sem fæddust í Eyjum, giftust til lands.
Guðrún Sigríður lést 1967.

Maður Guðrúnar Sigríðar, (23. febrúar 1912, skildu), var Konráð Ingimundarson sjómaður, vélstjóri, f. 26. júní 1886, d. 6. júlí 1957.
Börn þeirra hér:
1. Jón Einar Konráðsson sjómaður bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 10. október 1909 á Norðfirði, d. 28. júlí 1985.
2. Nikólína Guðfinna Konráðsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. maí 1912 í Götu, d. 9. janúar 1991.
3. Pálína Mundína Sigurveig Konráðsdóttir, f. 17. september 1913 í Götu, dó 16. júní 1918 af brunasárum eftir slys í Þvottalaugunum í Reykjavík.
4. Concordia Konráðsdóttir (Níelsson) húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 28. apríl 1915 í Götu, d. 24. október 2004.
5. Sigríður María Konráðsdóttir húsfreyja í Hveragerði, f. 9. september 1916 í Götu, d. 16. mars 2003.
6. Ingibjörg V. Konráðsdóttir, f. 15. janúar 1918, d. 1918.
7. Símon Ingvar Konráðsson málari í Reykjavík, f. 17. júní 1919 í Reykjavík, d. 29. september 2008.
8. Sigurveig Stella Konráðsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. febrúar 1922, d. 13. mars 2007.
9. Ágúst Ingimundur Konráðsson verkamaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1923, d. 4. febrúar 1982.
10. Marteinn Lúther Konráðsson, f. 13. október 1926, d. 1926.
11. Elínberg Sveinbjörn Konráðsson, f. 28. apríl 1928, d. 28. júlí 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.