Guðrún Halldórsdóttir (Helgabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Halldórsdóttir verkakona frá Helgabæ fæddist 14. nóvember 1861 og lést 26. júlí 1933.
Foreldrar hennar voru Halldór Jónsson tómthúsmaður og sjómaður í Helgabæ, f. 14. desember 1832, drukknaði í apríl 1867, og kona hans Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1833, d. 7. mars 1864.

Guðrún var með foreldrum sínum í frumbernsku. Móðir hennar lést 1864 og var Guðrúnu þá komið í fóstur austur í Meðalland og var niðursetningur á Skurðbæ 1865-1877, vinnukona á Grímsstöðum þar 1877-1886, í Skurðbæ 1886-1894. Þá fór hún að Elliðavatni við Reykjavík. Hún var í Árbæ við Reykjavík 1905, í Breiðholti þar 1910.
Hún lést 1933, ógift.

I. Barnsfaðir hennar var Guðni Eyjólfsson Lyngdal, póstþjónn, síðar í Vesturheimi, f. 12. júlí 1878 á Efra-Apavatni í Grímsnesi, d. 28. nóvember 1911.
Barn þeirra:
1. Jóhanna Guðnadóttir, f. 12. desember 1898, d. 27. október 1917.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.