Guðríður Bjarnadóttir (Brautarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja í Brautarholti fæddist 28. febrúar 1875 og lést 3. september 1950.
Foreldrar hennar voru Bjarni Ólafsson bóndi í Svaðkoti, f. 1836, drukknaði 16. júní 1883, og kona hans Ragnheiður Gísladóttir húsfreyja, f. 28. september 1833, d. 7. júlí 1911.

Guðríður var 15 ára með ekkjunni móður sinni og Höllu systur sinni í Svaðkoti 1890.
Við manntal 1901 var hún gift húsfreyja í Svaðkoti með Jóni manni sínum, Jónu Jóhönnu dóttur þeirra og ekkjunni Ragnheiði móður sinni.
Jón og Guðríður byggðu nýtt Svaðkot suður af Ofanleitisbyggðinni. Býlið Suðurgarður var byggt þar í nánd og var nafni þá breytt í Suðurgarð, en tættur standa.
Þau Jón fluttust til Kanada 1904 með barn sitt Jónu Jóhönnu eldri, en komu aftur 1907.
Við manntal 1910 voru þau sest að í Brautarholti og þar voru með þeim dætur þeirra Bjarney Ragnheiður og Jóna Jóhanna yngri.
1920 hefur bæst í hópinn Ólafur Gunnsteinn.

Maður Guðríðar var, (1897, skildu ), Jón Jónsson útvegsmaður og spítalaráðsmaður í Brautarholti, f. 13. júlí 1869, d. 4. september 1962.

Börn Guðríðar og Jóns voru:
1. Bjarni Jónsson, f. 9. október 1896, d. 17. október 1896.
2. Jóna Jóhanna Jónsdóttir eldri]], f. 10. júlí 1899, d. 10. október 1906 í Kanada.
3. Bjarney Ragnheiður húsfreyja á Þrúðvangi, f. 4. desember 1905 í Selkirk í Kanada, d. 9. nóvember 2006 að Hraunbúðum, gift Sigurði Ólasyni forstjóra, f. 25. ágúst 1900, d. 6. júní 1979.
4. Jóna Jóhanna, f. 29. desember 1907, d. 4. október 2005, gift Kristni Ólafssyni bæjarfógeta í Neskaupstað, bæjarstjóra í Eyjum, síðar sýslumannsfulltrúa á Reyni og í Hafnarfirði, f. 21. nóvember 1897, d. 18. október 1959.
5. Ólafur Gunnsteinn, f. 12. desember 1911, d. 30. mars 1984, kvæntur Sigrúnu Lúðvíksdóttur, f. 5. september 2003, d. 5. september 2003.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.