Guðný Guðnadóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Guðnadóttir vinnukona frá Dölum, („Gunnsa á Búastöðum“), fæddist 16. október 1856 og lést 8. nóvember 1931.
Foreldrar hennar voru Guðni Guðnason bóndi í Dölum, f. 24. apríl 1828, d. 27. mars 1875, og kona hans Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1823, d. 6. maí 1903.

Systur Guðnýjar voru
1. Jónína Guðnadóttir húsfreyja í Haga, f. 14. maí 1863, d. 18. júní 1930.
2. Hálfsystir Guðnýjar, (sammæddar), var Elína Pétursdóttir vinnukona, f. 10. september 1845, d. 24. janúar 1926.

Guðný var með fjölskyldu sinni í Dölum 1860 og 1870. Hún var 24 ára vinnukona í Þorlaugargerði hjá Pétri Benediktssyni og Kristínu Guðmundsdóttur 1880 og 34 ára léttastúlka hjá Pétri og Ingibjörgu Sigurðardóttur síðari konu hans 1890.
1901 var hún 45 ára ógift vinnukona hjá Kristínu Gísladóttur á Vestri-Búastöðum. Af dvölinni á Búastöðum fékk hún viðurnafnið „Gunnsa á Búastöðum“.
1910 var hún með systur sinni Jónínu, sem var leigjandi hjá Sigbirni og Þórönnu á Ekru.
1920 var Guðný vinnukona á heimili Jónínu systur sinnar í Haga.
Að síðustu var hún sjúklingur á Sjúkrahúsinu og lést þar 1931.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.