Guðmundur Hreiðarsson (vinnumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Hreiðarsson vinnumaður fæddist 1746 og drukknaði 16. febrúar 1793.
Faðir hans var Hreiðar Hreiðarsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1721, d. 23. mars 1802.

Systkini Guðmundar í Eyjum voru:
1. Árni Hreiðarsson bóndi í Gerði og á Kirkjubæ, f. 1743, d. 6. júlí 1803.
2. Eyjólfur Hreiðarsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1747, d. 13. september 1827.
3. Ingibjörg Hreiðarsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1762, líklega látin á bilinu 1813-1816.
4. Þórunn Hreiðarsdóttir húsfreyja, f. 1765, d. 21. mars 1821.

Guðmundur var skipverji á áraskipi, sem fórst 16. febrúar 1793.
Úr Djáknaannálum við árið 1793: „10 manna skiptapi í Vestmannaeyjum, en 6 náðust lífs.“
Þeir, sem drukknuðu voru, (samkvæmt prestþjónustubók):
1. Jón Jónsson eldri, bóndi, f. 1733.
2. Árni Hákonarson bóndi, f. 1741.
3. Guðmundur Hreiðarsson vinnumaður, f. 1746.
4. Jón Jónsson úr Landeyjum, 23 ára, f. 1770.
5. Hálfdan Steingrímsson frá Miðmörk, 48 ára, f. 1745
6. Ögmundur Björnsson, 42 ára, f. 1751.
7. Tómas Eiríksson frá Selkoti u. Eyjafjöllum, 34 ára, f. 1759.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Annálar 1400-1800 (Annales Islandici Posteriorum Saeculorum), bók VI., Djáknaannálar. Hið íslezka bókmenntafélag 1987.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.