Guðmundur Guðmundsson (Hrísnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Guðmundsson verkamaður í Hrísnesi fæddist 26. ágúst 1867 í A-Landeyjum og lést 24. febrúar 1950.
Foreldrar hans voru Guðmundur Diðriksson frá Hólmum í A-Landeyjum, bóndi í Efri-Úlfsstaðahjáleigu (Sléttubóli) þar, f. 8. nóvember 1839, drukknaði 25. mars 1893, og bústýra hans Sigríður Árnadóttir frá Rimakoti þar, f. 30. júní 1838, d. 10. apríl 1910.

I. Hálfsystur Guðmundar í Hrísnesi, samfeðra, voru:
1. Jenný Guðmundsdóttir húsfreyja á Mosfelli, f. 23. janúar 1879, d. 14. apríl 1985, kona Jóns Guðmundssonar bónda.
2. Oktavía Guðmundsdóttir sjúkrahússstarfsmaður, f. 12. október 1880, d. 17. mars 1905.
3. Oddný Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja á Stórólfshvoli, f. 20. maí 1889, d. 1. desember 1985, kona Helga Jónassonar læknis og alþingismanns.
4. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Lambhaga, f. 10. ágúst 1891, d. 14. október 1916, kona Arnfinns Antoníusarsonar.
5. Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. mars 1893, d. 23. júlí 1976, kona Hallbjörns Halldórssonar prentsmiðjustjóra.

II. Föðurbræður Guðmundar í Eyjum voru:
1. Þórður Diðriksson mormóni, síðar múrsteinshleðslumaður og trúarleiðtogi í Spanish Fork í Utah, f. 25. mars 1828, d. 9. september 1894. Meðal kvenna hans var Helga Jónsdóttir.
2. Árni Diðriksson bóndi, hreppstjóri og formaður í Stakkagerði f. 18. júlí 1830, d. 28. júní 1903. Kona hans var Ásdís Jónsdóttir.
3. Guðmundur Diðriksson fósturbarn á Vesturhúsum, f. 23. febrúar 1834, d. 25. maí 1848.
4. Magnús vinnumaður í Stakkagerði og í Görðum, f. 1. apríl 1837, d. í mars 1863. Barnsmóðir hans var Þorgerður Gísladóttir.
5. Guðlaugur vinnumaður á Miðhúsum, f. 25. júní 1838, d. 14. febrúar 1860.

III. Afkomendur Árna Pálssonar og Ingveldar Ormsdóttur í Rimakoti foreldra Sigríðar móður Guðmundar eru fjölmargir í Eyjum. Vísað er á síðu Bjargar Árnadóttur húsfreyju á Vilborgarstöðum.
Guðmundur var tökubarn í Miðey í A-Landeyjum 1870 og þar var móðir hans vinnukona, en faðir hans var þá vinnumaður í Butru þar.
Hann var sveitarbarn í Miðey 1880, en móðir hans var vinnukona í Rimakoti og faðir hans var vinnumaður á Búðarhóli.
Guðmundur átti barn með Guðfinnu 1891.
Hann var vinnumaður í Miðey 1890, í Stóru-Hildisey þar 1891, í Eyvindarholti u. Eyjafjöllum 1901 og þar var Guðríður þá vinnukona.
Guðríður fór að Múlakoti í Fljótshlíð 1904 og Guðmundur 1908. Þau giftu sig 1910 og voru vinnuhjú þar á árinu. Þau höfðu eignast eitt barn, sem þau misstu.
Þau fluttust frá Múlakoti að Jóhannshúsi 1911, voru þar 1912 með barnið Magneu Steinunni nýfædda. Hún dó 1914.
Þau voru barnlaus þar við skráningu 1915, en Guðmundur Andrés fæddist í nóvember, bjuggu í Steini 1916 með Guðmundi Andrési og enn 1920 með barnið Guðmund Andrés 5 ára.
Guðmundur og Guðríður reistu Hrísnes og fluttu þangað 1922 og bjuggu þar síðan.
Guðmundur lést 1950 og Guðríður 1961.

I. Barnsmóðir Guðmundar var Guðfinna Guðmundsdóttir vinnukona, f. 6. júní 1859, d. 8. júní 1929.
Barn þeirra:
1. Guðmundur Guðmundsson á Túnsbergi, verkamaður, bræðslumaður, f. 11. október 1891 í Miðey í A-Landeyjum, d. 13. október 1947.

II. Kona Guðmundar var Guðríður Andrésdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1880 á Syðri-Hól í Holtssókn, d. 20. nóvember 1961.
Börn þeirra hér:
2. Andvana barn, f. 31. júlí 1910 í Múlakoti.
3. Magnea Steinunn Guðmundsdóttir, f. 27. ágúst 1912, d. 11. maí 1914.
4. Guðmundur Andrés Guðmundsson bifreiðastjóri í Hrísnesi, f. 16. nóvember 1915, d. 1. janúar 1994.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.