Guðlaugur Sigurðsson (Brekkuhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaugur Sigurðsson bóndi í Brekkuhúsi fæddist 6. október 1864 á Bryggjum í A-Landeyjum og lést 29. desember 1954 í Winnipeg.
Foreldrar hans voru Sigurður Ögmundsson, þá bóndi á Bryggjum, síðar í Brekkuhúsi, en að lokum í Vesturheimi, f. 28. mars 1834, d. í Vesturheimi, og kona hans Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1824, d. 5. september 1894.

Föðurbróðir Guðlaugs var Guðmundur Ögmundsson vitavörður í Batavíu.
Systkini Guðlaugs í Eyjum voru:
1. Guðrún Sigurðardóttir, f. 28. júní 1860, d. 6. desember 1883, ógift .
2. Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja í Jakobshúsi, f. 10. nóvember 1862, d. 21. nóvember 1906, fyrri kona Jakobs Tranberg.
3. Guðrún Sigurðardóttir yngri, húsfreyja, f. 23. janúar 1866, d. 6. apríl 1937. Sambýlismaður hennar var Sighvatur Jón Gunnlaugsson kaupmaður og bóndi á Reykjanesi syðra.

Guðlaugur var með foreldrum sínum í æsku og fluttist með þeim til Eyja 1879. Hann var þar með fjölskyldunni 1880, vinnumaður þar 1890, kvæntur Margréti og bóndi og þriggja dætra faðir þar 1901.
Þau Margrét fluttust til Vesturheims 1905 með fjölskylduna og ekkillinn faðir hans fór einnig vestur.
Hann bjó fyrst í Selkirk, flutti til Manitoba og eignaðist búrétt á Marry Hill nálægt Lundar, en bjó síðast í Winnipeg.
Guðlaugur lést 1954.

Kona Guðlaugs, (11. júní 1894 ), var Margrét Árnadóttir húsfreyja, f. 24. maí 1855.
Börn þeirra voru:
1. Árný Guðlaugsdóttir, f. 11. nóvember 1892.
2. Sigríður Helga Guðlaugsdóttir, f. 19. september 1894.
3. Sigurbjörg Guðlaugsdóttir, f. 20. janúar 1896.
4. Guðlaugur Guðlaugsson, f. 29. júní 1901, d. 7. júlí 1901.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.