Guðjón Ólafsson (Gíslholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón.

Guðjón Ólafsson frá Gíslholti er fæddur 1. nóvember 1935 og lést 8. janúar 2023. Foreldrar Guðjóns voru Ólafur Vigfússon og Kristín Jónsdóttir. Guðjón er kvæntur Hólmfríði Ólafsdóttur hjúkrunarfræðingi. Þau búa að Túngötu 21. Synir þeirra eru Ólafur Týr framhaldsskólakennari og Ósvaldur Freyr tónlistarmaður.

Guðjón Ólafsson var valinn bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2005.

Frekari umfjöllun

Guðjón Þorvarður Ólafsson frá Gíslholti, myndlistarmaður fæddist þar 1. nóvember 1935 og lést 8. janúar 2023.
Foreldrar hans voru Ólafur Vigfússon formaður í Gíslholti, f. 21. ágúst 1891, d. 15. maí 1974 og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1898, d. 19. apríl 1969.

Börn Kristínar og Ólafs í Gíslholti:
1. Vigfús Ólafsson kennari, skólastjóri, f. 13. apríl 1918 að Raufarfelli u. A-Eyjafjöllum, d. 25. október 2000.
2. Kristný Ólafsdóttir fiskverkakona, f. 8. júlí 1921 að Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 24. nóvember 2006.
3. Jóna Margrét Ólafsdóttir, f. 13. apríl 1924 á Vesturhúsum, d. 4. ágúst 1944.
4. Sveinn Ágúst Ólafsson útgerðarmaður, ,,trillukarl“, f. 1. ágúst 1927 í Gíslholti, d. 29. júlí 2003.
5. Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1931 í Gíslholti.
6. Guðjón Þorvarður Ólafsson skrifstofumaður, gjaldkeri, myndlistarmaður, bæjarlistamaður, ,,trillukarl“, f. 1. nóvember 1935 í Gíslholti.
Fóstursonur Kristínar og Ólafs, sonur Jónu Margrétar:
7. Jón Ólafur Vigfússon vélstjóri, forstjóri í Hafnarfirði, f. 18. júlí 1944.

Guðjón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk gagnfræðaprófi 1952, stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum og við handavinnudeild Kennaraskólans. Hann sótti einnig fjölda námskeiða í myndlist, m.a. hjá Barböru og Magnúsi Árnasyni, Þórði Ben og fleirum. Guðjón var lengi starfsmaður Fiskiðjunnar, var þar gjaldkeri um árabil. Guðjón hefur m.a. myndskreytt bækur og blöð, má þar nefna teikningar hans í bók Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar Vestmannaeyjar, byggð og eldgos. Teikningar hans af gömlum húsum og húsahverfumn vöktu mikla athygli. Myndir hans hafa birst í erlendum ritum, t.d. í The New Yorker.
Hann hefur komið víða við í listalífi Bæjarins, má nefna leikmyndagerð fyrir Leikfélagið við sýningu á Gullna hliðinu, og Meyjarskemmunni, sem Samkórinn stóð að.
Þá hefur hann veitt listræna ráðgjöf við ýmsa atburði, var einn aðalhvatamaður að Degi lita og tóna, árlegri myndlista- og jasshátíð í Eyjum í minningu Guðna Hermansen málara og tónlistarmanns. Einnig hefur hann kennt myndlist.
Síðari ár hefur hann fengist við útskurð í tré.
Þá hefur hann haldið nokkrar einkasýningar á myndlist sinni, tekið þátt í samsýningum og verið í forsvari fyrir öðrum.
Guðjón var kjörinn Bæjarlistamaður í Eyjum 2005.
Þau Hólmfríður giftu sig 1961, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Austurvegi 22, en bjuggu á Túngötu 21 frá 1967.

I. Kona Guðjóns, (12. ágúst 1961), er Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, f. 4. nóvember 1936 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Ólafur Týr Guðjónsson framhaldsskólakennari, stærðfræðikennari, f. 25. september 1963. Barnsmóðir hans Laufey Ólafsdóttir. Kona hans Jóhanna Alfreðsdóttir.
2. Ósvaldur Freyr Guðjónsson bifreiðastjóri, tónlistarkennari, bæjarlistamaður, f. 6. október 1964. Fyrrum sambýliskona Súsanna Vilhjálmsdóttir. Síðari sambýliskona var Hólmfríður Sigrún Gylfadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.