Guðfinnur Þórðarson (Haga)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinnur Þórðarson sjómaður í Haga fæddist 31. júlí 1888 á Steinsstöðum og lést 28. ágúst 1965.
Foreldrar hans voru Þórður Hjaltason f. 19. mars 1852, hrapaði til bana úr Dalfjalli 25. ágúst 1897, og Jónína Guðnadóttir frá Dölum, f. 14. maí 1863, d. 18. júní 1930.

Guðfinnur var með móður sinni og föður á Steinsstöðum 1890.
Hann var í Langa-Hvammi með móður sinni í vinnumennsku hennar 1901 og með henni á Ekru 1908-1910.
Guðfinnur bjó í Haga með móður sinni 1911-1917 síðan með Margréti Jóhönnu fyrri konu sinni 1918-1922. Þau skildu.
Hann var búandi sjómaður í Haga 1930 og var þar með síðari konu sinni Sigþrúði Sigrúnu Aðalheiði Eyjólfsdóttur. Þar var þá einnig til húsa Vilborg Vigfúsdóttir fyrrum tengdamóðir hans.
Hann bjó síðast í Reykjavík.

Guðfinnur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (22. desember 1917, skildu), var Margrét Jóhanna Halldórsdóttir húsfreyja, f. 6. júli 1892, d. 7. október 1973.
Þau voru barnlaus.

II. Síðari kona Guðfinns, (20. ágúst 1929, skildu) var Sigþrúður Sigrún Aðalheiður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 25. október 1905, d. 5. janúar 2004.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.