Guðfinna Bjarnadóttir (Austurvegi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Guðfinna Bjarnadóttir)
Fara í flakk Fara í leit
Einar og Guðfinna.

Guðfinna Bjarnadóttir frá Gerðisstekk í Norðfirði, S-Múl., húsfreyja fæddist þar 19. janúar 1918 og lést 1. ágúst 2008.
Foreldrar hennar voru Bjarni Sigfússon frá Barðsnesi, bóndi og útgerðarmaður, f. 27. febrúar 1876, d. 29. maí 1941, og kona hans Halldóra Jónsdóttir frá Gerðisstekk, húsfreyja, f. 9. júlí 1891, d. 7. janúar 1970.

Börn Halldóru og Bjarna í Eyjum:
1. Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja í Vallanesi, f. 12. nóvember 1916, d. 10. september 1972.
2. Guðfinna Bjarnadóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1918, d. 1. ágúst 2008.
3. Ragnar Kristinn Bjarnason vélstjóri, f. 9 apríl 1924, d. 26. mars 1991.
4. Óskar Bjarnason sjómaður, verkamaður, f. 3. maí 1931.

Guðfinna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist til Eyja 1936, giftist Einari 1937. Þau eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Búrfelli, Hásteinsvegi 12 við fæðingu Gísla 1939, á Stóru-Heiði við fæðingu Kristbjargar 1940 og þar bjuggu þau 1945. Þau bjuggu í Miðey 1949, byggðu húsið að Austurvegi 18 1950 og bjuggu þar til Goss, en húsið fór undir hraun.
Hjá þeim dvaldi Halldóra móðir Guðfinnu um skeið. Hún lést 1970.
Eftir gos byggðu þau húsið Hrauntúni 11.
Einar lést 1995. Guðfinna bjó í Hrauntúni til 2005, er hún flutti í Hraunbúðir. Hún lést 2008.

I. Maður Guðfinnu, (23. október 1937), var Einar Sæmundur Guðmundsson frá Málmey, skipstjóri, f. 14. júlí 1914, d. 21. mars 1995.
Börn þeirra:
1. Gísli Einarsson sjómaður, stýrimaður, f. 26. september 1939 á Búrfelli, Hásteinsvegi 12.
2. Kristbjörg Einarsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari á Selfossi, f. 26. nóvember 1940 á Stóru-Heiði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.