Guðbjörg Guðmundsdóttir (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörgu Guðmundsdóttir á Búastöðum fæddist 1817 og lést 13. febrúar 1871.
Faðir hennar var Guðmundur bóndi á Valstrýtu í Fljótshlíð, f. 1792, Jensson bónda í Deild í Fljótshlíð, f. 1755 á Hlíðarenda, d. 27. janúar 1831, Jenssonar, og konu Jens Jenssonar í Deild, Guðbjargar húsfreyju, f. 1762 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 17. nóvember 1842, Guðmundsdóttur.

Móðir Guðbjargar var Þuríður húsfreyja á Valstrýtu, f. 1797 á Steinsmýri í Meðallandi, Eyjólfsdóttir bónda á Syðri-Steinsmýri þar, en síðast í Sandaseli þar, f. 1768, d. 18. febrúar 1823, Jónssonar bónda á Syðri-Fljótum í Meðallandi, en síðar á Rangárvöllum og Hlíðarenda í Fljótshlíð, en síðast og lengst á Flókastöðum þar, f. 1743, d. 21. september 1807, Þorlákssonar, og fyrri konu Jóns á Flókastöðum, Guðrúnar húsfreyju, f. 1730, á lífi 1768, Jónsdóttur.
Móðir Þuríðar á Valstrýtu og fyrri kona Eyjólfs bónda var Halldóra húsfreyja, f. 1766, d. 22. febrúar 1821, Sigurðardóttir bónda á Árgilsstöðum í Fljótshlíð, f. 1727, d. 17. júlí 1796, Sigurðssonar, og konu Sigurðar, Þuríðar húsfreyju, f. 1741, d. 3. ágúst 1818, Bergsteinsdóttur.

Guðbjörg var á Valstrýtu með foreldrum sínum 1835, þar hjá móður sinni 1840.
Hún var vinnukona á Búastöðum 1845, þar hjá Páli Jenssyni og Gróu Grímsdóttur.
Hún fæddi Guðmund 1846, en Guðmundur faðir hans lést á því ári.
Hún fæddi Halldóru 1848. Halldór barnsfaðir hennar lést 1849 og 1950 var hún með Halldóru þriggja ára hjá sér á Búastöðum, en hún lést 1851. Guðbjörg var enn á Búastöðum 1855, er hún ól Halldór og enn 1860, ógift. Við skírn Halldórs var getnaður hans talinn 3. skirlífisbrot hennar.
Við manntal 1870 var hún skráð 53 ára matvinnungur í Stóra-Gerði.
Guðbjörg lést 1871, þá vinnukona í Stóra-Gerði.

I. Barnsfaðir Guðbjargar var Guðmundur Eiríksson, þá í Dölum, f. 1793, d. 5. júní 1846.
Barnið var
1. Guðmundur Guðmundsson, f. 1. júní 1846, d. 14. júní 1846 úr ginklofa.

II. Barn með Stefáni Halldórssyni í Stóra-Gerði, f. 1828, d. 18. apríl 1849.
Barnið var
2. Halldóra Stefánsdóttir, f. 16. ágúst 1848, d. 22. júlí 1851 „af barnaveikleika“.

III. Barnsfaðir hennar var Jón Guðmundsson, þá vinnumaður á Búastöðum, f. 22. júlí 1820, d. 18. febrúar 1869.
Barnið var
3. Halldór Jónsson frá Búastöðum, bóndi í Elínarhúsi, f. 19. febrúar 1855, d. 23. júní 1890.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.