Grímur Rúnar Waagfjörð (Garðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Grímur Rúnar Waagfjörð.

Grímur Rúnar Waagfjörð frá Garðhúsum, rafvirki fæddist 9. apríl 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans eru Jón Jónsson Waagfjörð (Garðhúsum) bakari, málari, f. 24. febrúar 1920, d. 17. september 2005, og kona hans Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð húsfreyja, kaupmaður, f. 13. febrúar 1926.

Barn Jóns Waagfjörðs fyrir hjónaband:
1. Már Viktor Jónsson bifvélavirki, f. 5. desember 1940. Kona hans var Þyrí Hólm, látin. Sambýliskona hans var Sonja Ólafsdóttir, látin.
Börn Jóns og Berthu:
2. Halldór Waagfjörð vélstjóri, vélvirkjameistari, útgerðarmaður, f. 2. maí 1947 í Reykjavík. Kona hans var Ásta Þorvaldsdóttir, látin.
3. Kristinn Waagfjörð bakari, múrarameistari í Mosfellsbæ, f. 27. nóvember 1949 í Reykjavík. Kona hans er Hjördís Sigmundsdóttir, og Önnu Hörleifsdóttur frá Skáholti.
4. Þorvaldur Waagfjörð sjómaður, f. 3. júní 1952, d. 16. september 1979 af slysförum. Kona hans, (skildu), var Sigríður Tómasdóttir.
5. Grímur Rúnar Waagfjörð rafvirki í Hafnarfirði, f. 9. apríl 1956. Kona hans er Helga Gunnarsdóttir.
6. Þorsteinn Waagfjörð vélstjóri, frystivélvirki í Garðabæ, rekur fyrirtækið Frystitækni ehf., f. 27. apríl 1962. Kona hans er Sigrún Snædal Logadóttir.
7. Rósa María Waagfjörð húsfreyja í Reykjavík, f. 29. nóvember 1966. Sambýlismaður hennar var Hreiðar H. Hreiðarsson. Sambýlismaður er Einar Ingason.

Grímur var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Garðhúsm 1972.
Hann lærði rafiðn hjá Boga Jóhannssyni og í Iðnskólanum, lauk sveinsprófi 1977.
Grímur vann í Eyjum og hjá Hagvirki, en var tæknimaður hjá Nýherja og undanförum þess fyrirtækis 1987-2007, síðan hjá A. Karlssyni, Hrafnistu í Hafnarfirði og Elliheimilinu Grund.
Þau Helga giftu sig 1981, eignuðust fjögur börn, bjuggu í Eyjum 1981-1982, síðan í Reykjavík og Garðabæ.

I. Kona Gríms, (4. júlí 1981), er Helga Gunnarsdóttir kennari, f. 1. febrúar 1957 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Hjörleifur Arnar Waagfjörð Grímsson, f. 6. september 1978. Hann er viðskiptafræðingur, bankamaður hjá Arionbanka í Reykjavík. Kona hans er Harpa Þórðardóttir.
2. Jón Kristinn Waagfjörð Grímsson bifvélavirkjameistari hjá Toyota í Garðabæ, f. 18. ágúst 1982. Kona hans er Hjördís Jónsdóttir.
3. Stefán Helgi Waagfjörð Grímsson flugmaður hjá Iceland Air, f. 19. október 1987. Sambúðarkona hans er Karen Sigurbjörnsdóttir.
4. Berglind María Hlín Waagfjörð Grímsdóttir, f. 19. apríl 1990, viðskiptafræðingur, í flugnámi. Ógift.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.