Gerður Jóhannsdóttir (Selalæk)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gerður Hulda Jóhannsdóttir.

Gerður Hulda Jóhannsdóttir frá Selalæk húsfreyja, húsmæðrakennari fæddist 3. mars 1926 og lést 13. ágúst 2012.
Foreldrar hennar voru Jóhann Markús Vilhjálmsson skipstjóri, útgerðarmaður, verkamaður, f. 13. júlí 1893 í Húnakoti í Djúpárhreppi, Rang., d. 23. júní 1967, og kona hans Lilja Hannesdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1899 í Roðgúl á Stokkseyri, d. 19. apríl 1964.

Börn Lilju og Jóhanns:
1. Kristín Hanna Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1922 á Strönd, d. 20. september 2006.
2. Gerður Hulda Jóhannsdóttir húsmæðrakennari, f. 3. mars 1926 á Selalæk, d. 13. ágúst 2012.

Gerður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam í Gagnfræðaskólanum 1942-1944, lauk Husassistenteres Fagskole í Kaupmannahöfn 1947 og lauk húsmæðrakennaraprófi 1950. Hún sótti námskeið við Glasgow & West of Scotland College of Domestic Science í Glasgow sumarið 1952, fór í námsför til Hollands og Frakklands 1952, nam husholdningsökonomi í háskólanum í Árósum 1967-1968, uppeldis og kennslufræði í K.H.Í. 1975, var í International Teacher Program, Sothern Illinois University í Bandaríkjunum 1959, Teacher Education í Washington 1960, nordisk Samarbetskommité för Hushällsundervisning í Stokkhólmi 1973, starfsfræðslunámskeið K.Í. 1963-1966.
Gerður var matráðskona við Vinnuheimilið á Reykjalundi 1950-1951, var kennari á kvöldnámskeiðum Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1950-1951.
Gerður var við matreiðslustörf í íslenska sendiráðsheimilinu í London 1951-1952.
Hún var kennari við Húsmæðraskólann á Laugarvatni 1952-1979, stundakennari í Íþróttakennaraskóla Íslands 1956-1963 og 1964-1965, kennari í grunnskólum Reykjavíkur 1979-1980, í Menntaskólanum við Sund og Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1981-starfsloka.
Gerður vann hjá Mjólkursamsölunni 1980-1981.
Þau Egill giftu sig 1979 og fluttust til Reykjavíkur.
Hún dvaldi að síðust á hjúkrunarheimilinu Eir.
Gerður lést 2012.

I. Maður Gerðar, (10. apríl 1979), var Egill Baldur Sigurðsson menntaskólakennari, f. 30. október 1935. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson símamaður, f. 22. maí 1914, d. 7. apríl 2005, og kona hans Magnea Grímsdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1916, d. 15. janúar 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.