Georg Sigurðsson (Brekastíg 19)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Georg Sigurðsson.

Georg Sigurðsson verkamaður fæddist 23. janúar 1930 á Borgarhól.
Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson frá Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, sjómaður, kyndari, f. 29. nóvember 1904, drukknaði í Fleetwood í Bretlandi 6. febrúar 1943, og kona hans Oddný Ólafía Eyjólfsdóttir frá Haraldsstöðum í Seyðisfirði, húsfreyja, f. 18. febrúar 1904 á Vestdalseyri þar, d. 18. september 1970.

Barn Ólafíu og Þorkels Gíslasonar verkamanns í Reykjavík, f. 29. maí 1902, d. 10. apríl 1979.
1. Sigurður Þorkelsson verkamaður í Reykjavík, f. 10. apríl 1925, d. 31. október 1985.

Börn Ólafíu og Sigurðar:
2. Georg Sigurðsson verkamaður, f. 23. janúar 1930 á Borgarhóli. Kona hans Ása Valtýsdóttir.
3. Eyrún Anna Sigurðardóttir, f. 21. júní 1931 á Borgarhóli, d. 9. júlí 1931.
4. Agnar Reynir Sigurðsson verkamaður, f. 5. ágúst 1933 á Goðafelli, d. 5. desember 1999. Kona hans Eyrún Auðunsdóttir.

Georg var með foreldrum sínum í æsku, en hann missti föður sinn 13 ára.
Georg bjó með móður sinni að Brekastíg 19, var verkamaður, vann lengst hjá Vinnslustöðinni.
Hann vann í Keflavík í Gosinu, en flutti heim haustið 1973 og þar vann Georg í Áhaldahúsinu.
Vegna veikinda Ásu fluttu þau til Reykjavíkur 1976 og þar vann hann hjá afgreiðslu Herjólfs.
Eftir dauða Ásu 1981, flutti Georg til Eyja og hélt áfram störfum hjá Herjólfi og Flutningaþjónustu Magnúsar til starfsloka.
Hann flutti á Eyjahraun 8 í lok árs 2000.
Þau Ása giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Brekastíg 19, en byggðu síðan á Strembugötu 12.
Ása lést 1981 og Georg 2020.

Kona Georgs, (31. október 1954), var Ása Valtýsdóttir frá Kirkjufelli, húsfreyja, verkakona, f. 7. ágúst 1933 á Hvoli, d. 24. apríl 1981.
Börn þeirra:
1. Sigurður Georgsson sjómaður, f. 30. apríl 1954. Kona hans Elínborg Óskarsdóttir.
2. Valtýr Georgsson verkstjóri í Áhaldahúsinu, f. 19. apríl 1956. Kona hans Sigríður Guðbrandsdóttir.
3. Guðni Georgsson pípulagningamaður, f. 14. október 1957. Kona hans Vigdís Rafnsdóttir.
4. Jóhann Brandur Georgsson netamaður, f. 30. október 1959. Kona hans Ragna Birgisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.