Gísli Magnússon (Lambhaga)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Magnússon og Jóna Steinunn Sveinsdóttir.

Gísli Magnússon frá Lambhaga, bóndi í Meiri-Tungu í Holtahreppi, Rang. fæddist 13. desember 1932 í Lambhaga og lést 25. apríl 1993.
Foreldrar hans voru Magnús Jónsson verkamaður, bræðslumaður, f. 19. ágúst 1875, d. 29. febrúar 1939, og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1899, d. 4. október 1982.

Börn Guðrúnar og Magnúsar:
1. Guðríður Magnúsdóttir, f. 14. mars 1923, d. 12. september 1937.
2. Guðsteinn Magnússon, f. 18. mars 1925, d. 4. desember 2009. Kona hans Ragna Guðrún Hermannsdóttir.
3. Guðjón Magnússon, f. 12. ágúst 1927, síðast í Reykjavík, d. 8. júní 1997. Kona hans Sigríður Helga Ívarsdóttir, látin.
4. Björgvin Magnússon, verslunarmaður, kaupmaður í Kópavogi, f. 28. september 1928, d. 2. maí 2013. Kona hans Sigríður Kristín Karlsdóttir.
5. Jóna Kristbjörg Magnúsdóttir, f. 14. apríl 1930, síðast í Keflavík, d. 30. maí 2001. Maður hennar Gunnar Sigurjónsson.
6. Ása Magnúsdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1931, d. 8. júlí 2002. Maður hennar Jón Hjaltalín Hermundsson.
7. Gísli Magnússon bóndi í Meiri-Tungu í Holtahreppi, Rang, f. 13. desember 1932, d. 25. apríl 1993. Kona hans Jóna Sveinsdóttir.
8. Drengur, f. 22. júní 1936, d. sama dag.
9. Guðríður Steinþóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. 11. júlí 1937, síðast í Keflavík, d. 2. september 1995. Maður hennar Helgi Unnar Egilsson.

Gísli var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Gísli var á sjöunda árinu. Stjúpfaðir Gísla var Gísli Brynjólfsson frá Hrauki í V.-Landeyjum, húsasmíðameistari í Eyjum, f. 2. október 1903 á Kálfsstöðum í V.-Landeyjum, d. 24. október 1977 . Gísli var með þeim 1945.
Hann flutti til Lands síðla á fimmta áratugnum.
Þau Jóna Steinunn hófu búskap í Meiri-Tungu 1971, eignuðust sex börn.
Gísli lést 1993 í Meiri-Tungu. Jóna bjó áfram í Meiri-Tungu með börnum sínum Katli og Ábjörgu Önnu.

I. Sambúðarkona Gísla er Jóna Steinunn Sveinsdóttir frá Húsagarði í Landsveit, Rang., húsfreyja, f. 27. febrúar 1944. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Sveinn Sveinsson bóndi, f. 1. júlí 1916 í Reykjavík, d. 10. nóvember 1983, og kona hans Árbjörg Ólafsdóttir frá Götu í Marteinstunguhverfi, Rang., f. 5. október 1915, d. 12. mars 2011.
Börn þeirra:
1. Þórhalla Guðrún Gísladóttir húsfreyja, leikkskólakennari í Þjóðólfshaga í Holtahreppi, f. 26. september 1964.
2. Ketill Gíslason bóndi í Meiri-Tungu, f. 29. mars 1967.
3. Sigríður Ólafía Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. maí 1968. Maður hennar Ingi Ingason.
4. Guðbjörg Gísladóttir leikskólastarfsmaður í Reykjavík, f. 10. febrúar 1972. Sambúðarmaður Engilbert Ólafur Friðfinnsson.
5. Árbjörg Anna Gísladóttir íþróttakennari í Meiri-Tungu, f. 3. desember 1973.
6. Guðríður Gísladóttir verslunarmaður á Hellu, f. 31. ágúst 1980. Sambúðarmaður Atli Haukur Haraldsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.