Gíslína Gísladóttir (Birtingarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gíslína Gísladóttir frá Björnskoti u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 1. október 1895 og lést 27. maí 1972.
Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason bóndi, f. 1. mars 1957, d. 4. maí 1895, og kona hans Jóhanna Björnsdóttir húsfreyja, síðar í Kuðungi, f. 26. september 1865, d. 10. september 1943.

Jóhanna Björnsdóttir í Kuðungi var systir Guðrúnar Björnsdóttur móður Gíslínu Jónsdóttur húsfreyju í Langa-Hvammi og á Skansinum konu Magnúsar Þórðarsonar. Þær Gíslínur voru því systradætur.
Börn Gísla og Jóhönnu í Eyjum voru:
1. Guðrún Gísladóttir, f. 18. mars 1891 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, d. 12. nóvember 1925 á Litlu-Löndum.
2. Magnea Gísladóttir húsfreyja, f. 7. júní 1893 í Björnskoti u. Eyjafjöllum, d. 10. febrúar 1975.
3. Gíslína Gísladóttir húsfreyja, f. 1. október 1895 í Björnskoti, d. 27. maí 1972.
Hálfsystir þeirra, barn Jóhönnu og Sigurðar Jónssonar vinnumanns í Skarðshlíð var:
4. Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir húsfreyja á Hrófbergi við Skólaveg 24, f. 2. október 1897 í Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum, d. 8. nóvember 1977.

Gíslína var 6 ára niðursetningur í Indriðakoti u. Eyjafjöllum 1901, vinnukona á Efstu-Grund þar 1910.
Hún fluttist til Eyja 1915, bjó með Guðlaugi í Birtingarholti á því ári og við fæðingu Guðlaugs Gísla 1916, en í Götu í lok ársins, á Sveinsstöðum 1917 og við fæðingu Sigurlaugar 1918, í Hjálmholti 1919, 1920 með Guðmundi Bjarna syni Guðlaugs fæddum á Ísafirði og Kristjönu barni þeirra, en á Grundarhól við Herjólfsgötu 5b 1927 og 1930.
Fjölskyldan fluttist úr bænum í byrjun 4. áratugarins.
Gíslína bjó síðast í Reykjavík.
Guðlaugur lést 1946 og Gíslína 1972.

Maður Gíslínu, (3. júlí 1925), var Guðlaugur Kristjánsson málari, f. 13. ágúst 1869 á Barmi í Skarðssókn í Dalasýslu, d. 2. ágúst 1946.
Börn þeirra:
1. Guðlaugur Gísli Guðlaugsson, f. 3. mars 1916 í Birtingarholti, d. 2. febrúar 1917.
2. Kristjana Sigurlaug Guðlaugsdóttir, f. 6. maí 1918 á Sveinsstöðum, d. 7. október 1985.
3. Sveinbjörn Guðlaugsson, f. 11. október 1921 í Hjálmholti, d. 27. apríl 1922.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.