Friðrik Már Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Friðrik Már Sigurðsson frá Miðkoti í Þykkvabæ í Djúpárhreppi, Rang., skipstjóri, verslunarmaður, bifreiðastjóri fæddist 19. júlí 1945.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi, f. 27. júní 1906 í Háarima í Þykkvabæ, d. 13. desember 1965 í Miðkoti, og kona hans Friðsemd Friðriksdóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1909 í Hávarðarkoti í Þykkvabæ, d. 25. febrúar 1993 á Selfossi.

Börn Friðsemdar og Sigurðar í Eyjum:
1. Svandís Unnur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 8. desember 1938. Maður hennar er Karl Gunnar Marteinsson vélstjóri.
2. Friðrik Már Sigurðsson skipstjóri, verslunarmaður, bifreiðastjóri, f. 19. júlí 1945. Kona hans er Sigurbjörg Haraldsdóttir húsfreyja.

Friðrik Már var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fluttist til Eyja 13 ára gamall, vann við fiskiðnað, var sjómaður á Ófeigi. Hann lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1968, var skipstjóri á vb. Mars fram að Gosi. Eftir Gos rak hann verslun um skeið, en varð síðan bifreiðastjóri.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1966, eignuðust tvö börn, bjuggu í fyrstu í Miðgarði í eitt og hálft ár, keyptu Birkihlíð 3 og bjuggu þar til Goss og síðan til 2001, er þau keyptu Birkihlíð 5, Fagurlyst- nýju við andlát Haraldar föður Sigurbjargar og hafa búið þar síðan.

I. Kona Friðriks Más, (1. október 1966), er Sigurbjörg Haraldsdóttir frá Fagurlyst, f. 1. október 1945.
Börn þeirra:
1. Sigurður Friðriksson bankamaður, f. 1. mars 1966. Kona hans er Lilja Ólafsdóttir húsfreyja og Jónu Jónsdóttur frá Stóra-Gerði.
2. Jónas Þór Friðriksson netamaður, vinnur nú hjá Ísfelli í Reykjavík, f. 12. mars 1970. Kona hans er Laufey Jörgensdóttir og Erlu Sigmarsdóttur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigurbjörg.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.