Fanný Guðmundsdóttir (Reynivöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sesselja Fanný Guðmundsdóttir.

Sesselja Fanný Guðmundsdóttir úr Garði, Gull., húsfreyja fæddist 12. október 1925 í Akurgarði þar og lést 10. nóvember 2013 í dvalarheinilinu Greenridge Estates í Oregon, Bandaríkjunum.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson frá Nýlendu í Gerðahreppi, sjómaður, síðar bóndi á Hólum í Biskupstungum, f. 4. ágúst 1883, d. 23. október 1952, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir frá Arnþórshóli í Lundarreykjadal, vinnukona þar, síðan húsfreyja í Garði og á Hólum, f. 1. júlí 1894, d. 17. september 1992.

Fanný var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Garði, Hafnarfirði og á Hólum í Biskupstungum.
Þau Reykdal giftu sig 1943, eignuðust fjögur börn, tvö í Eyjum og tvö í Bandaríkjunum. Þau bjuggu í fyrstu á Reynivöllum, en síðan á Heiðarvegi 3.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1957 og til Bandaríkjanna 1976. Reykdal lést 2010 og Fanný 2013.

I. Maður Sesselju Fannýjar, (1943), var Guðbrandur Reykdal Jónsson frá Reynivöllum, netagerðarmeistari, f. 11. október 1918 í Reykjavík, d. 23. september 2010 í Bandaríkjunum.
Börn þeirra:
1. Heiðar Reykdalsson, f. 11. júní 1944 á Reynivöllum. Kona hans Helga F. J. Jonsson. Þau búa í Bandaríkjunum.
2. Sigfríður Esther Reykdalsdóttir, f. 25. mars 1948 á Heiðarvegi 3, síðast í Bandaríkjunum, d. 31. október 1991. Maður hennar Elías Langholt.
3. Jón Víðir Jónsson, f. 9. október 1957. Kona hans Janice Jonsson. Þau búa í Bandaríkjunum.
4. Thor Reykdal Þröstur Jónsson, f. 17. mars 1964. Kona hans Lisa Jonsson. Þau búa í Bandaríkjunum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.