Eyvindur Jónsson (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eyvindur Jónsson trésmiður fæddist 2. mars 1826 í Svarta-Núpi í Skaftártungu og lést 26. ágúst 1911 á Litlu-Heiði í Mýrdal.

Foreldrar hans voru Jón Þorláksson bóndi á Svarta-Núpi í Skaftártungu og á Litlu-Heiði í Mýrdal, f. 1791, d. 28. nóvember 1847, og fyrri kona hans Þorgerður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1798, d. 28. febrúar 1827.

Eyvindur var með foreldrum sínum til 1851, en fór þá í Landeyjar.
Hann fór til Eyja og var fyrirvinna hjá
I. Dýrfinnu Guðnadóttur, þá ekkju í Dölum, f. 2. september 1823, d. 31. maí 1866.
Börn þeirra Dýrfinnu hér:
1. Þorgerður Eyvindsdóttir, f. 19. ágúst 1854, d. 30. október 1854 úr „barnaveiki“.
2. Þorgerður Eyvindsdóttir, f. 27. ágúst 1855, d. 13. nóvember 1855 úr „barnaveiki“.
3. Andvana stúlkubarn f. 6. febrúar 1857.

Eyvindur var í Eyjum í nokkur ár, fór þaðan 1856 að Ketilsstöðum í Mýrdal, var fyrirvinna, vinnumaður og lausamaður og smiður víða, síðast vinnumaður á Litlu-Heiði 1901-dd.

II. Eyvindur kvæntist, (27. júlí 1857, skildu) Guðrúnu Benediktsdóttur húsfreyju, f. 1819 í Árnanesi í Nesjum, A-Skaft., d. 17. janúar 1886 á Kálfafelli í Suðursveit.
Börn þeirra hér
4. Sigríður Eyvindsdóttir húsfreyja á Skálafelli og Kálfafelli í Suðursveit, f. 16. maí 1858, d. 2. mars 1886.
5. Benedikt Eyvindsson bóndi, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 30. nóvember 1859, d. 19. júní 1938. Kona hans var Margrét Gottskálksdóttir, f. 1862.
Sonur þeirra var Guðmundur Benediktsson lögfræðingur og bæjargjaldkeri í Reykjavík. Kona hans var Þórdís Vigfúsdóttir húsfreyja frá Holti, f. 29. júlí 1912, d. 15. desember 2004.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.