Eyjólfur Guðmundsson (Garðinum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur Guðmundsson frá Syðri-Rotum u. Eyjafjöllum, vinnumaður í Garðinum fæddist 30. maí 1835 og drukknaði 30. mars 1859.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson bóndi í Syðri-Rotum u. Eyjafjöllum, f. 1795, d. 26. nóvember 1855, og kona hans Ólöf Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1795, d. 24. júlí 1860.

Eyjólfur var bróðir Guðmundar Guðmundssonar vinnumanns á Búastöðum, sem drukknaði 1857.

Eyjólfur var kominn til Eyja 1857, 22 ára vinnumaður í Garðinum til dd.
Hann drukknaði ásamt Sveini Sveinssyni í Háagarði 1859.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.