Erna Haraldsdóttir (flugfreyja)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Erna Sigríður haraldsdóttir.

Erna Sigríður Haraldsdóttir flugfreyja fæddist 25. janúar 1940 í Eyjum og lést 15. nóvember 1878, fórst í flugslysi á Sri Lanka.
Foreldrar hennar voru Haraldur Gíslason frá Skálholti við Urðaveg, verkstjóri, rafvirki, f. 28. febrúar 1916, d. 22. júní 1996, og kona hans Magnea Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1918, d. 8. september 2003.

Erna var með foreldrum sínum í æsku og fluttist með þeim til Reykjavíkur á fyrri hluta fimmta áratugarins.
Hún tók gagnfræðapróf, var við nám í Danmörku og síðar í Englandi. Þá vann hún verslunarstörf um skeið.
Erna gerðist flugfreyja í janúar 1960 og vann hjá Loftleiðum, og var 1. flugfreyja í mörg ár.
Hún fórst í flugslysi á Sri Lanka 1978.

I. Maður Ernu Sigríðar, (1970), var Jón Páll Bjarnason tónlistarmaður, gítarleikari, f. 6. febrúar 1938 á Seyðisfirði, d. 16. ágúst 2015. Foreldrar hans voru Gunnar Bjarnason verkfræðingur, skólastjóri Vélskóla Íslands, f. 12. febrúar 1901, d. 24. september 1987, og kona hans Anna G. Jónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 8. nóvember 1900, d. 15. október 1982.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.