Erlendur Hvannberg Eyjólfsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Erlendur Hvannberg Eyjólfsson.

Erlendur Hvannberg Eyjólfsson frá Jaðri, járnsmiður fæddist 23. nóvember 1919 og lést 28. desember 2000.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Gíslason frá Búastöðum, síðar á Bessastöðum, skipstjóri, f. 22. maí 1897, d. 7. júní 1995, og fyrri kona hans Margrét Runólfsdóttir frá Hausthúsum á Stokkseyri, húsfreyja, f. 6. júní 1896, d. 24. júlí 1981.
Fósturforeldrar Erlendar voru Jónasína Runólfsdóttir húsfreyja á Jaðri, f. 2. september 1894, d. 8. janúar 1977, og maður hennar Þórarinn Guðmundsson skipstjóri, f. 13. janúar 1893, d. 30. maí 1975.

Hálfbræður Erlendar, sammæddir, voru:
1. Jónas Þórir Dagbjartsson tónlistarmaður, f. 20. ágúst 1926, d. 6. desember 2014.
2. Runólfur Dagbjartsson múrari, f. 21. apríl 1923 á Reynifelli, d. 19. maí 2008.
3. Kristinn Helgi Dagbjartsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 13. janúar 1930, d. 26. júlí 1979.

Hálfsystkini Erlendar, samfeðra, voru:
4. Sigurlín Eyjólfsdóttir, f. 12. júlí 1927, d. 20. s. mán.
5. Gísli Eyjólfsson formaður, f. 24. september 1929, d. 7. nóvember 2013.
6. Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari, f. 10. janúar 1935.

Foreldrar Erlendar skildu, er hann var kornabarn. Hann fór í fóstur til Jónasínu Runólfsdóttur móðursystur sinnar á Jaðri og manns hennar Þórarins Guðmundssonar og ólst upp hjá þeim og dvaldi hjá þeim til fullorðinsára.
Hann lauk minna mótorvélstjóraprófi 1941, hóf ungur störf í Vélsmiðjunni Magna og lagði fyrir sig eldsmíði, lauk iðnskólanum 1943, sveinsprófi í greininni 1945 undir handleiðslu Sigurðar Sigurðssonar frá Hæli og varð meistari í greininni 1952.
Árið 1959 stofnaði Erlendur ásamt fimm starfsfélögum sínum í Magna, vélsmiðjuna Völund, sem varð stórfyrirtæki í Vestmannaeyjum í vélsmíði og viðgerðum á vélum og tækjum í vélbátaflota og fiskiðjuverum Eyjanna. Einnig rak fyrirtækið verslun með alls konar vörur og tæki fyrir vélar og til járnsmíða. Árið 1975 varð Völundur ásamt vélsmiðjunni Magna meðstofnandi og einn af stærstu eigendum í Skipalyftunni.
Erlendur vann við iðn sína í Völundi til ársins 1975 að undanteknu gosárinu.
Þá vann Erlendur við járnsmíðar í Borgarsmiðjunni hf. í Kópavogi 1975-1985 síðan í fyrirtækinu Smíðajárni hf. hjá Guðmundi Arasyni, og vann þar 1986-1994, er hann hætti störfum 75 ára að aldri.
Erlendur var félagi í Lúðrasveit Vestmannaeyja, var formaður stjórnar hennar 1968-1975.
Árið 1967 varð hann einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Helgafells í Eyjum, og árið 1972 varð hann forseti klúbbsins og fór þá m.a. til Mílanó á alheimsþing Kiwanisfélaga.
Þau Helga giftu sig 1946 og bjuggu í Eyjum, byggðu húsið við Brimhólabraut 7 og bjuggu þar til 1975 að undanteknu gosárinu.
Þau fluttust að Álftamýri 54 í Reykjavík 1975 og bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf.
Erlendur lést 2000 og Helga 2005.

Kona Erlendar, (14. júlí 1946), var Helga Åberg húsfreyja, ritari, f. 10. október 1925, d. 22. nóvember 2005.
Börn þeirra:
1. Henry Ágúst Erlendsson plötu- og ketilsmiður, bifreiðastjóri í Eyjum, verktaki, f. 15. nóvember 1946. Kona hans: Þóra Sveinsdóttir húsfreyja.
2. Jónasína Þóra Erlendsdóttir, f. 14. desember 1947, d. 25. janúar 1948.
3. Jónasína Þóra Erlendsdóttir húsfreyja á Höfn í Hornafirði og í Hafnarfirði, f. 13. júní 1950, d. 20. júlí 2013. Maður hennar var Eiríkur Þorleifsson skipstjóri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.