Erlendur Árnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Stökkva á: flakk, leita
Erlendur Árnason á Gilsbakka.

Erlendur Árnason fæddist 5. nóvember 1864 og lést 28. nóvember 1946. Erlendur var trésmíðameistari og byggði mörg hús hér í bæ, m.a. Gilsbakka og Hæli.

Spónapausan

Kona ein góð (sem vantar nafnið á, hér nefnd XXX) vantaði eitt sinn uppkveikju og laumaðist í poka með spænir frá Erlendi. Erlendur sá til hennar og varð úr vísa:

Ekki skal ég um það rausa
þó hún XXX láfulausa
laumist burt með spónapausa

Urðu úr réttarhöld vegna meiðyrða. Erlendur var dreginn fyrir dómi og urðu málslok þau að hann var dæmdur til að greiða sekt, þar sem að læknir hafði úrskurðað að umrædd kona hafði láfu. Er hann gekk svo út úr réttarsalnum kvað hann:

Mikil gleði ríkti þar inni
þegar að YYY fann skuðina á XXX sinni.

(Ekki er vitað hver YYY er heldur)