Erla Þóroddsdóttir (Ekru)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Erla Bryndís Þóroddsdóttir frá Ekru, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 17. maí 1932 í Víðidal og lést 5. september 2023.
Foreldrar hennar voru Þóroddur Ólafsson frá Dalseli u. V-Eyjafjöllum, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 1. júní 1900, d. 16. maí 1989, og kona hans Bjargey Steingrímsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 13. ágúst 1909, d. 29. október 1986.

Börn Bjargeyjar og Þórodds:
1. Erla Bryndís Þóroddsdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1932 í Víðidal, d. 5. september 2023.
2. Andvana stúlka, f. 24. júní 1942 á Bakkastíg 8, Stóra Gjábakka.
3. Sigríður Þóroddsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1943 á Ekru, Urðavegi 20.

Erla var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Víðidal, í Stakkagerði 1934, á Bakkastíg 8, Stóra Gjábakka 1940, á Ekru 1945, eignaðist Þórodd þar 1953.
Hún vann verslunarstörf, giftist Stefáni Gunnari 1953. Þau bjuggu á Ekru, Urðavegi 20 við fæðingu Þórodds á því ári, voru síðan tvö ár í Steinum, en fluttu á Hólagötu 47 1958 og bjuggu þar til Goss og eftir Gosið, en fluttust til Kópavogs 1980, bjuggu á Engihjalla 19, uns þau fluttu í Hraunbæ 108 1990.
Stefán Gunnar lést 2022 og Erla 2023.

I. Maður Erlu Bryndísar, (23. maí 1953), var Stefán Gunnar Stefánsson frá Akureyri, sjómaður, f. 27. júlí 1932, d. 13. maí 2022.
Börn þeirra:
1. Þóroddur Stefánsson verslunarmaður, fjármálamaður, f. 4. febrúar 1953 á Ekru. Kona hans var Ásgerður Garðarsdóttir, látin.
2. Bjargey Stefánsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 4. mars 1959 að Hólagötu 47. Maður hennar er Gunnar Már Andrésson.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.