Engilbert Halldórsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Engilbert Halldórsson.

Engilbert Halldórsson frá Pétursey, netagerðarmeistari fæddist 16. maí 1930 í Hjálmholti og lést 11. maí 2013.
Foreldrar hans voru Friðrik Halldór Magnússon frá Grundarbrekku, yfirverkstjóri, f. 15. apríl 1904 í Nýjabæ, d. 16. janúar 1978, og kona hans Jónína Ingibjörg Gísladóttir frá Þorgrímsstöðum í Ölfusi, húsfreyja í Pétursey, f. 2. maí 1905, d. 24. nóvember 1970.

Börn Jónínu Ingibjargar og Halldórs:
1. Engilbert Halldórsson netagerðarmeistari, f. 16. maí 1930 í Hjálmholti, d. 16. janúar 2013. Kona hans er Þuríður Selma Guðjónsdóttir.
2. Hanna Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja á Stokkseyri, forstöðukona, f. 28. september 1931 í Pétursey, d. 24. mars 1992. Maður hennar Kristján Friðbergsson.
3. Elín Halldórsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 10. desember 1941 í Pétursey, á Ásavegi 12 1972. Maður hennar Magnús Jónsson.
Barn Jónínu Ingibjargar og fósturbarn Halldórs:
4. Ingibjörg Haraldsdóttir húsfreyja í Pétursey og á Faxastíg 2b, f. 2. júlí 1925 í Stakkholti, d. 20. apríl 2010.

Engilbert var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Hjálmhoti og Pétursey, var verkamaður þar 1949.
Engilbert lærði netagerð, varð meistari í greininni og stundaði iðnina.
Sérsvið hans voru dragnætur og allar almennar botnvörpur.
Engilbert vann hjá Hraðfrystistöðinni frá 1967-1987, en þá hóf hann störf hjá Netagerð Ingólfs, var verkstjóri þar til starfsloka.
Þau Selma giftu sig 1962, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Bröttugötu 12.
Engilbert lést 2013.

I. Kona Engilberts, (20. janúar 1962), er Þuríður Selma Guðjónsdóttir frá Gvendarhúsi, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, f. 6. júlí 1933 í Háagarði.
Börn þeirra:
1. Guðjón Grétar Engilbertsson bíltæknifræðingur, framkvæmdastjóri GEVerk sf. á Selfossi, f. 1. ágúst 1963. Kona hans Berglind Bergsveinsdóttir.
2. Halldór Örn Engilbertsson viðskiptafræðingur, MSc-markaðsfræðingur, háskólakennari í Osló, f. 10. september 1975. Kona hans er Monette Indahl.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.