Emerentíana Guðmundsdóttir (Kornhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Emerentíana Guðmundsdóttir vinnukona í Kornhól, síðar húsfreyja í Berjanesi u. Eyjafjöllum, Gularási í A-Landeyjum og Eystra-Raufarfelli u. Eyjafjöllum var skírð 30. janúar 1799 og lést 30. maí 1866 á Raufarfelli.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson bóndi á Bryggjum í A-Landeyjum, síðar á Kirkjubæ í Eyjum, f. 1765, d. 3. febrúar 1820, og fyrri kona hans Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1763, d. 19. maí 1810.

Systkini Emerentíönu í Eyjum voru:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinshúsi, f. 1786, d. 16. febrúar 1829, gift Steini Guðmundssyni tómthúsmanni.
2. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 1787, d. 14. nóvember 1848, gift fyrr Jóni Helgasyni, síðar Einari Jónssyni eldri.
3. Ingveldur Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 11. október 1791, d. 30. júní 1841, gift Ólafi Björnssyni bónda.
4. Ólafur Guðmundsson bóndi og smiður á Kirkjubæ, f. 17. janúar 1798, d. 14. júlí 1869, kvæntur fyrr Helgu Ólafsdóttur húsfreyju, síðar Guðrúnu Pálsdóttur.
Hálfsystkini þeirra í Eyjum voru:
5. Jón Guðmundsson, f. 11. október 1794, d. 23. október 1794.
6. Guðmundur Guðmundsson vinnumaður í Dölum, f. 19. júlí 1814, d. 29. júlí 1842.
7. Ingunn Guðmundsdóttir, f. 24. september 1816 í Eyjum. Mun hafa dáið ung; (dánarskrár 1816 skortir).

Emerentíana mun hafa flust til Eyja með föður sínum og stjúpu 1816.
Hún flutti að Kornhól frá Kirkjubæ 1819, frá Kornhól að Berjanesi u. Eyjafjöllum 1823 og var þar húsfreyja 1823-1835, í Stóru-Mörk þar 1835-1837, í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð 1837-1845, í Þjóðólfshaga í Holtum 1845-1850. Eyjólfur lést 1850, en Emerentíana bjó þar ekkja 1850-1852.
Emerentíana giftist Eiríki Gíslasyni 1852 og bjó með honum í Gularási 1852-1855, bjó ekkja þar 1855-1856.
Hún giftist Sveini Jónssyni 1856 og bjó með honum á Eystra-Raufarfelli til dd. 1866.

Emerentíana var þrígift.
I. Fyrsti maður hennar, (22. desember 1822), var Eyjólfur Guðmundsson bóndi, síðast í Þjóðólfshaga í Holtum, f. 6. janúar 1793, d. 11. júlí 1850.
Barn þeirra hér:
1. Guðmundur Eyjólfsson, f. 13. ágúst 1822 í Kornhól, d. 19. ágúst 1822 úr „sinadráttarsýki“, líklega ginklofi .
Fósturdóttir þeirra var
2. Margrét Halldórsdóttir húsfreyja á Oddsstöðum og í Borg við Stakkagerðistún, f. 16. janúar 1832, d. 15. febrúar 1919.

II. Annar maður hennar, (18. júní 1852), var Eiríkur Gíslason bóndi í Gularási í A-Landeyjum, f. 11. september 1799, d. 23. júlí 1855. Eiríkur var sonur Gyðríðar Jónsdóttur Natanaelssonar Gissurarsonar prests að Ofanleiti Péturssonar prests að Ofanleiti Gissurarsonar.

III. Þriðji maður Emerentíönu var Sveinn Jónsson bóndi á Eystra-Rauðafelli, f. 11. apríl 1801, d. 25. júní 1879. Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.