Elsa Tómasdóttir (Höfðahúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elsa Dóróthea Tómasdóttir húsfreyja í Höfðahúsi fæddist 15. september 1877 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum og lést 8. október 1927.
Foreldrar hennar voru Tómas Tómasson bóndi á Rauðafelli, f. 12. ágúst 1831, d. 20. febrúar 1891, og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1842, d. 17. apríl 1916.

Elsa var sveitarbarn á Tumastöðum í Fljótshlíð 1880, var niðursetningur í Múlakoti þar 1890, en þar var móðir hennar skilin vinnukona.
Hún fluttist frá Múlakoti til Eyja 1901, var ógift vinnukona í Langa-Hvammi á því ári, eignaðist Ágústu Guðrúnu þar með Árna 1904, en Árni drukknaði 1908.
Elsa eignaðist Ingibjörgu 1908 á Bergstöðum með Sigurði Sigurðssyni, en hún lést 15 ára 1924. Þau Sigurður voru bæði á Bergstöðum 1908 og þar var Ágústa Guðrún með móður sinni.
Hún var vinnukona í Stakkagerði 1910 með Ingibjörgu með sér og enn 1912.
Þau Sæmundur bjuggu í Höfðahúsi við giftingu sína 1917 og enn 1923, í Einarshöfn 1924, í Hólmgarði við andlát Elsu 1927. Þau eignuðust fjögur börn, en þau dóu öll í bernsku.
Elsa lést 1927 úr berklum.

I. Barnsfaðir Elsu var Árni Ingimundarson bátsformaður á Brekku, f. 6. janúar 1877, drukknaði 1. apríl 1908.
Barn þeirra var
1. Ágústa Guðrún Árnadóttir, f. 15. júní 1904 í Hvammi, d. 2. maí 1991.

II. Barnsfaðir Elsu var Sigurður Sigurðsson sjómaður frá Stokkseyri, síðar í Vesturheimi.
Barn þeirra var
2. Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 7. desember 1908 á Bergstöðum. Hún var með vinnukonunni móður sinni í Stakkagerði 1910, uppeldisdóttir þar 1920. Hún lést 29. júlí 1924.

III. Maður Elsu, (13. maí 1917), var Sæmundur Guðbrandsson sjómaður í Höfðahúsi, f. 10. maí 1879, síðast í Reykjavík, d. 13. maí 1943.
Börn þeirra voru:
3. Guðbrandur Sæmundsson, f. 24. nóvember 1917 í Höfðahúsi, d. 18. september 1920.
4. Kristinn Sæmundsson, f. 26. júní 1919 í Höfðahúsi, d. 6. september 1920.
5. Tómas Sæmundsson, f. 26. júní 1919 í Höfðahúsi, d. 24. júní 1923.
6. Júlíus Sæmundsson, f. 24. júlí 1923 í Höfðahúsi, d. 8. nóvember 1923.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.