Elísabet Bergmundsdóttir (Norðfirði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elísabet Sigþrúður Bergmundsdóttir húsfreyja á Norðfirði fæddist 21. mars 1916 á Kirkjubæ og lést 10. júlí 1981.
Foreldrar hennar voru Bergmundur Arnbjörnsson frá Presthúsum, síðar í Hvíld, sjómaður, bræðslumaður í Nýborg, f. 17. október 1884 í Klöpp, d. 21. nóvember 1952, og kona hans Elín Helga Björnsdóttir frá Miðbæ í Norðfirði, húsfreyja, f. 19. maí 1888 að Tjarnarlandi á Héraði, d. 7. ágúst 1963.
Fósturforeldrar Elísabetar voru Jóhanna Ingibjörg Björnsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, móðursystir hennar, f. 7. mars 1877, d. 5. nóv. 1938 og maður hennar Hinrik Þorsteinsson útvegsbóndi f. 17. mars 1863, d. 2. júní 1941.

Börn Bergmundar og Elínar:
1. Laufey Bergmundsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 1. apríl 1911 í Brautarholti, d. 21. júní 1996.
2. Guðrún Hildur Bergmundsdóttir, f. 1. júní 1912 í Presthúsum, d. 1. júlí 1913 í Götu.
3. Helga Bergmundsdóttir húsfreyja á Patreksfirði, f. 17. júlí 1913 í Götu, d. 26. apríl 1952.
4. Björn Bergmundsson sjómaður, verkamaður í Eyjum, f. 26. september 1914 í Götu, d. 26. mars 1981.
5. Elísabet Sigþrúður Bergmundsdóttir húsfreyja á Norðfirði, f. 21. mars 1916 á Kirkjubæ, d. 10. júlí 1981.
6. Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 27. desember 1919 á Strönd, d. 8. september 2003.
7. Guðbjörg Bergmundsdóttir húsfreyja á Landagötu 18, síðast í Hafnarfirði, f. 15. nóvember 1922 í Sjávargötu, d. 10. október 2014.
8. Ása Bergmundsdóttir húsfreyja í Eyjum, á Dalvík og í Reykjavík, f. 2. maí 1926 í Sjávargötu, d. 28. nóvember 2004.
Fósturbörn Bergmundar og Elínar:
9. Birna Berg Bernódusdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Hafnarfirði, dóttir Aðalbjargar, f. 8. september 1938 í Stakkholti.
10. Bergmundur Elli Sigurðsson trésmiður í Hafnarfirði, sonur Ásu, f. 15. apríl 1948.

Elísabet Sigþrúður fór til Norðfjarðar nýfædd 1916 og fór þar í fóstur til móðursystur sinnar, og þar var hún á Efra-Tröllanesi í lok ársins 1916 og var þar enn 1935.
Hún var bústýra hjá Guðna Þóri Einarssyni á Nýja-Bjargi 1936 með nýfætt barn. Þau bjuggu ógift í Borg þar 1946 og þar bjuggu þau meðan báðum entist líf.
Guðni Þórir lést 1978.
Elísabet Sigþrúður bjó síðast á Strandgötu 4 þar og lést 1981.

I. Sambúðarmaður Elísabetar Sigþrúðar var Guðni Þórir Einarsson vélstjóri, f. 15. maí 1913 á Ormsstaða-Stekk í Norðfirði, d. 29. september 1978. Foreldrar hans voru Einar Þórðarson bóndi, f. 27. april 1869, d. 30. október 1939, og kona hans Guðbjörg Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1880, d. 12. janúar 1925.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Þórisdóttir húsfreyja í Neskaupstað, f. þar 28. ágúst 1936. Maður hennar Hjörtur Arngrímsson, látinn.
2. Guðný Þóra Þórisdóttir húsfreyja í Neskaupstað, f. þar 6. júlí 1941, d. 26. febrúar 1981. Fyrrum maður hennar Birgir Stefánsson.
3. Jóhann Ævar Þórisson vörubifreiðastjóri á Djúpavogi, f. 19. febrúar 1946 í Neskaupstað. Kona hans Kristrún Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.