Elína Pétursdóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elína Pétursdóttir vinnukona frá Norðurgarði fæddist 10. september 1845 og lést 24. janúar 1926.
Foreldrar hennar voru Pétur Magnússon bóndi í Norðurgarði, f. 29. ágúst 1820, drukknaði 1. október 1850, og kona hans Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1823, d. 6. maí 1903.

Hálfsystur Elínu, (sammæddar), voru
1. Jónína Guðnadóttir húsfreyja í Haga, f. 14. maí 1863, d. 18. júní 1930.
2. Guðný Guðnadóttir vinnukona, f. 16. október 1856, d. 8. nóvember 1931.

Elína var með fjölskyldu sinni í Norðurgarði 1850.
Hún missti föður sinn á því hausti og ólst síðan upp með móður sinni og Guðna Guðnasyni stjúpföður sínum. Hún var 11 ára með þeim í Norðurgarði 1855, en 1860 í Dölum.
1870 var hún hjá þeim í Dölum með börn sín Pétur 3 ára og Þórdísi á fyrsta ári.
Elína missti börn sín í æsku þeirra, Þórdís á öðru ári 1872 og Pétur 1874.
1880 var Elína vinnukona í Elínarhúsi hjá Margréti Þorsteinsdóttur ekkju.
Hún var vinnukona á Steinsstöðum 1890. Þar var Jónína systir hennar líka vinnukona og unnusta Þórðar Hjaltasonar, sonar Þuríðar húsfreyju og ekkju.
Þá var Elína lausakona og leigjandi hjá Sigurði Sveinssyni og Þórönnu Ingimundardóttur í Nýborg 1901, leigjandi í Stíghúsi hjá ekkjunni Guðbjörgu Sighvatsdóttur 1910, móður Jóhanns Pálmasonar. Hún var leigjandi í Haga 1920, en þar var Jónína systir hennar húsfreyja og þar var Guðný systir þeirra vinnukona.

I. Barnsfaðir Elínu var Ögmundur Ögmundsson vinnumaður á Oddsstöðum og í Háagarði, f. 1836, d. 27. nóvember 1909.
Börn þeirra voru
1. Pétur Ögmundsson, f. 24. september 1867, d. 5. mars 1874 úr taugaveiki.
2. Kristín Ögmundsdóttir, 13. maí 1869, d. 25. maí 1869 úr „Barnaveiki“.
3. Þórdís Ögmundsdóttir, f. 25. september 1870, d. 11. janúar 1872 úr „andarteppuhósta“.

II. Barnsfaðir hennar var Sverrir Jónsson, þá vinnumaður í Draumbæ, f. 6. nóvember 1857, fór Vestur.
Barn þeirra var
4. Guðný Sverrisdóttir, f. 24. júlí 1885, d. 24. nóvember 1887.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.