Elín Sigurbjörnsdóttir (Hólagötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, blómaskreytingakona fæddist 11. sept. 1952 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Árnason frá Stóra-Hvammi sjómaður, verkamaður, bifreiðastjóri, f. 6. mars 1920, d. 31. desember 1998,. og kona hans Ester Snæbirna Snæbjörnsdóttur frá Reykjavík, húsfreyja, f. 7. september 1923, d. 31. júlí 2016.

Börn Esterar og Sigurbjarnar:
1. Snæbjörn Sigurbjörnsson verkamaður, f. 2. apríl 1947 í Kamp Knox í Reykjavík, d. 27. mars 2000, ókvæntur.
2. Hafþór Sigurbjörnsson skipstjóri, verslunarmaður, innkaupastjóri, f. 31. júlí 1949 á Heimagötu 3 B. Hann býr í Svíþjóð. Kona hans Erla Björg Magnúsdóttir.
3. Sigurður Rósant Sigurbjörnsson kennari, f. 21. júní 1950 á Brekastíg 31. Barnsmóðir hans Guðríður Guðmundsdóttir. Fyrri kona hans var Guðbjörg Óskarsdóttir, látin. Síðari kona hans Hafdís Hrönn Ingimundardóttir.
4. Sigmar Ágúst Sigurbjörnsson sjúklingur, f. 12. sept. 1951, d. 24. mars 1972, ókvæntur.
5. Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. sept. 1952. Maður hennar Sigurður Eyþórsson.
6. Árni Sigurbjörnsson verkamaður, f. 22. nóv. 1953, d. 10. mars 1983. Barnsmæður hans Anna Bjarndís Gísladóttir og Soffía Ragnarsdóttir.
7. Páll Ingimundur Blöndal Sigurbjörnsson tölvunarfræðingur, f. 15. apríl 1955. Kona hans Elfa Dís Austmann Jóhannsdóttir.
8. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1956. Barnsfaðir hennar Helgi Valur Helgason.
9. Finnbogi Sigurbjörnsson verkamaður, f. 22. sept. 1957, d. 27. okt. 2001, ókvæntur.
10. Sigurbjörn Blöndal Sigurbjörnsson, f. 3. nóv. 1958. Barnsmóðir hans Lilja Sigurðardóttir. Barnsmóðir hans Hafdís Erla Baldvinsdóttir.

Barn Sigurbjörns og Maríu Björgvinsdóttur:
11. Kristín Birna Sigurbjörnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. september 1944.

Barn Sigurbjörns og Erlu Kristjánsdóttur:
12. Svanur Sigurbjörnsson læknir, f. 13. febrúar 1965 í Reykjavík. Fyrrum sambýliskona hans Hanna Þórunn Skúladóttir. Fyrrum eiginkona hans Sólveig Halldórsdóttir.

Elín var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Hólagötu 31, fluttist með þeim til Hafnarfjarðar 1954, á Álftanes 1955, í Ægiskamp í Reykjavík 1956, þá í Gnoðarvog og þar bjó Elín síðar með móður sinni og systkinum eftir skilnað foreldra sinna 1959.
Hún lauk verslunarskólanámi í Reykjavík og nam á Englandi. Þá lærði hún um skeið í Garðyrkjuskóla Ríkisins í Hveragerði, vann við blómaskreytingar.
Þau Sigurður eru barnlaus.

I. Maður Elínar er Sigurður Eyþórsson listmálari Gunnarssonar Ólafssonar, f. 29. júlí 1948.
Þau eru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.