Elín Jakobsdóttir (Barnaskólanum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Elín Sigríður Jakobsdóttir.

Elín Sigríður Jakobsdóttir frá Litla-Ósi í Miðfirði, húsfreyja í Barnaskólnum fæddist 21. janúar 1914 á Litla-Ósi og lést 31. ágúst 2004 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Jakob Þórðarson bóndi, f. 3. nóvember 1860, d. 16. apríl 1924, og kona hans Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1877, d. 6. mars 1958.

Bróðir Elínar var
1. Jónatan Lárus Jakobsson kennari, f. 22. september 1907, d. 13. mars 1996.

Faðir Elínar lést, er hún var tíu ára og fór hún þá í fóstur til Ingibjargar móðursystur sinnar að Aðalbreið í Austurárdal í Miðfirði, en sextán ára fluttist hún með móður sinni til Reykjavíkur.
Hún lærði matreiðslu hjá frú Olsen í Garðastræti 9 og síðar starfaði hún í danska sendiráðinu.
Elín fluttist til Eyja 1938 og þau Halldór giftu sig 1940, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Barnaskólanum.
Þau Halldór fluttu til Reykjavíkur 1956, en þar vann Elín verslunarstörf. Síðustu starfsárin vann hún við matreiðslu í Vörðuskóla til sjötugs.
Síðustu þrjú árin dvaldist Elín á Dvalarheimilinu Blesastöðum á Skeiðum.
Halldór lést 1997 og Elín 2004.

I. Maður Elínar, (7. desember 1940), var Halldór Guðjónsson skólastjóri, f. 30. apríl 1895 í Smádalakoti í Flóa, d. 30. janúar 1997.
Börn þeirra:
1. Ragnar Ingi Halldórsson tækniteiknari í Reykjavík, f. 17. janúar 1941, d. 8. nóvember 1995. Fyrrum kona hans Åse Sandal. Sambúðarkona hans Stella Eiríksdóttir.
2. Halldóra Margrét Halldórsdóttir sálfræðingur, framhaldsskólakennari, námsráðgjafi, f. 15. desember 1942. Maður hennar Heiðar Þ. Hallgrímsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. september 2004. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.