Elín Einarsdóttir (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elín Einarsdóttir húsfreyja á Oddsstöðum fæddist 30. júlí 1797 á Gjábakka og lést 6. júní 1854.
Foreldrar hennar voru Einar Jónsson tómthúsmaður og sjómaður á Gjábakka, f. 1724, d. 1805, og bústýra hans Margrét Eiríksdóttir, f. 1752, líklega d. fyrir 1816.

Elín var með foreldrum sínum á Gjábakka 1801, var „sveitarbarn“ á 2. býli á Ofanleiti 1812, 19 ára „uppalningur“ þar 1816, vinnukona í Svaðkoti 1821, vinnukona á Ofanleiti 1822-1825.
Þau Jón giftust 1828 og hún var húsfreyja í Kastala 1829 og 1836. Þar var Ástríður móðir Jóns hjá þeim 1836. Þau höfðu eignast og misst Berg Jónsson 1834.
Elín var húsfreyja á Oddsstöðum 1840. Þar voru með þeim Jóni, Ástríður dóttir hans 15 ára og Kristín Jónsdóttir vinnukona 24 ára.
Jón bóndi eignaðist barn með Kristínu vinnukonu 1843.
1845 voru þau á Oddsstöðum og Ástríður Einarsdóttir móðir Jóns var hjá þeim 63 ára.
1850 voru þau enn á Oddsstöðum.
Elín lést 1854 „af munnklemmu eða krampa“, líklega stífkrampi, ginklofi.

Maður Elínar (29. júní 1828), var Jón Þorgeirsson bóndi, f. 1808 á Rauðhálsi í Mýrdal, d. 6. júní 1866.
Barn þeirra hér
1. Bergur Jónsson, f. 5. janúar 1834, d. 19. júní 1834 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.