Egill Árnason (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Egill Árnason.

Egill Axel Árnason vélstjóri, útgerðarmaður fæddist 18. júní 1911 á Seyðisfirði og lést 9. janúar 1976.
Foreldrar hans voru Árni Þorkelsson í Nóatúni á Seyðisfirði 1910, síðar bóndi og trésmiður á Látrum í Aðalvík og útgerðarmaður í Skáladal, en síðast í Eyjum, f. 31. ágúst 1882 og Anna Kristín Eyjólfsdóttir ráðskona hans, síðar húsfreyja á Látrum og Skáladal í N.-Ísafj.s. og síðast í Eyjum, f. 17. júlí 1886, d. 1. apríl 1952.

Egill var hjá frændfólki sínu á Látrum í Sléttuhreppi 1920, fór til sjós 14 ára, var vinnumaður á Hesteyri 1930.
Hann lauk minna mótorvélstjóraprófi á Ísafirði 1935.
Egill fluttist til Eyja og var vélstjóri, eignaðist fjórðungshlut í Metu VE 236 1950 og átti til 1959. Hann var vélstjóri á henni frá 1950-1961, en þá hét hún orðið Haförn VE 23. Eftir það vann hann hjá ýmsum, á nokkrum kaupskipum, t.d. ms. Selfossi hjá Eimskipafélaginu.
Egill var lengi í stjórn Vélstjórafélags Vestmannaeyja og gjaldkeri þess í nokkur ár.
Hann var heiðraður af Sjómannadagsráði 1972.
Þau Guðrún giftu sig 1940, eignuðust 5 börn. Þau bjuggu á Hvanneyri við fæðingu Kristjáns 1939, fluttust að Heiðarvegi 42 1946, síðar að Hólagötu 19. Þau bjuggu í Reykjavík í og eftir Gos í 2-3 ár, en fluttust þá til Eyja. Egill var veill og fór á Hraunbúðir, en Guðrún bjó á Hólagötu 19 um skeið, síðan á Hásteinsvegi 60, (Blokkinni) og síðast á Kleifahrauni 1a.
Egill lést 1976 og Guðrún 1994.

Kona Egils, (28. desember 1940), var Guðrún Magnússína Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 2. janúar 1919, d. 15. apríl 1994.
Börn þeirra:
1. Kristján Egilsson forstöðumaður fiska- og náttúrugripasafnsins í Eyjum, f. 5. júlí 1939 á Hvanneyri.
2. Egill Egilsson húsasmíðameistari, þjónustufulltrúi í Eyjum, f. 23. nóvember 1947 á Heiðarvegi 42.
3. Kristinn Árni Egilsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 29. júní 1950 á Heiðarvegi 42.
4. Heiðar Egilsson járnsmiður í Eyjum, f. 1. janúar 1955 að Heiðarvegi 42.
5. Hrönn Egilsdóttir leikskólastjóri í Eyjum, f. 1. janúar 1955 að Heiðarvegi 42.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.