Ditlev Olsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ditlev Kristján Jóhann Olsen sjómaður, netamaður, verslunarmaður fæddist 15. febrúar 1894 í Noregi og lést 10. júní 1988.

Ditlev var netabætingamaður á útvegi J. Reyndals í Eyjum 1920.
Hann eignaðist barn með Guðrúnu 1916 og með Guðbjörgu 1918. Þau Anna Oddný giftu sig 1920, ólu ekki börn, en eignuðust kjörbarn.
Þau bjuggu á Eiðinu 1920, fluttust til Reykjavíkur um 1925 og bjuggu á Garðarshólma á Skildinganesi 1930. Anna Oddný lést 1959 og Ditlev 1988.

I. Barnsmóðir hans var Guðrún Þórðardóttir verkakona í Hólmgarði, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1978.
Barn þeirra var
1. Tómasína Elín Olsen húsfreyja, f. 25. desember 1916, d. 4. ágúst 1984. Maður hennar var Aðalsteinn Gunnlaugsson frá Gjábakka, skipstjóri, útgerðarmaður.

II. Barnsmóðir Ditlevs var Guðbjörg Karólína Guðjónsdóttir frá Sandfelli, síðar húsfreyja á Akranesi, f. 26. júlí 1900, d. 8. apríl 1929. Maður hennar var Hjalti Benónýsson vélstjóri.
Barn þeirra var
2. Þuríður Olsen húsfreyja, f. 13. nóvember 1918, d. 29. nóvember 1940. Maður hennar var Guðjón Kristinn Kristinsson skipstjóri, útgerðarmaður.

III. Kona Ditlevs, (9. október 1920), var Anna Oddný Ágústsdóttir Olsen frá Skálanesi, húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 20. ágúst 1900, d. 12. maí 1959.
Barn þeirra (kjörbarn) var
3. Richard Haukur Olsen, f. 2. mars 1926, d. 20. nóvember 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.