Daníel Magnússon (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Daníel Magnússon sjómaður, tómthúsmaður á Kirkjubæ fæddist 1818 á Leirum u. Eyjafjöllum og lést 15. desember 1869.
Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson bóndi og hreppstjóri á Leirum, f. 1770, d. 10. júní 1854, og kona hans Anna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1780, d. 10. janúar 1860.

Daníel var með foreldrum sínum í æsku, var hjá þeim á Leirum 1835 og 1840, var vinnumaður í Ytri-Skógum þar 1845.
Hann fluttist til Eyja 1848, vinnumaður í Fredensbolig 1849 og 1850.
Þau Ragnhildur voru í Brandshúsi 1852 með Sigurð nýfæddan, misstu hann í byrjun desember.
Þau fluttust á Kirkjubæ 1853, hann skráður „tómthúsmaður: lifir af sjávarafla“, og bjuggu þar til 1857, en síðan í Þorlaugargerði.
Þau Ragnhildur eignuðust tvö börn á Kirkjubæ, Guðrúnu, sem dó rúmlega mánaðargömul og Önnu, sem lifði til fullorðinsára.
Daníel lést 1869 á Fögruvöllum.

Kona hans, (9. júlí 1852), var Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. desember 1830, d. 23. maí 1879.
Börn þeirra hér:
1. Sigurður Daníelsson, f. 18. nóvember 1852, d. 3. desember 1852 „af barnaveiki“.
2. Guðrún Daníelsdóttir, f. 2. febrúar 1855, d. 6. mars 1855 „af barnaveiki“.
3. Anna Daníelsdóttir, f. 30. september 1856, d. 8. febrúar 1937.
4. Sigurður Daníelsson vinnumaður í Keflavík á Reykjanesi 1890, á Brimnesi í Seyðisfirði 1930, f. 30. nóvember 1860.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.