Dagfríður Finnsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Dagfríður og Guðjón.

Dagfríður Finnsdóttir frá Spjör í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, húsfreyja, kennari fæddist þar 20. október 1932 og lést 21. júní 1989.
Foreldrar hennar voru Finnur Sveinbjörnsson frá Hellnafelli í Eyrarsveit, bóndi, skipstjóri í Grundarfirði, f. 27. september 1889, d. 15. janúar 1978, og kona hans Halla Halldórsdóttir húsfreyja frá Kvíabryggju á Snæfellsnesi, f. 10. desember 1900, d. 27. mars 1992.

Dagfríður varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1952, var í Hjúkrunarkvennaskóla Íslands 1952-1953, tók próf í forspjallsvísindum í Háskóla Íslands 1953 og kennarapróf í Kennaraskóla Íslands 1955.
Hún var kennari við Barnaskólann í Eyjum frá 1955-1973 og við Barnaskólann á Selfossi frá 1973-mars 1989.
Dagfríður var varafulltrúi í bæjarstjórn Vestmannaeyja um skeið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún söng með Samkór Vestmannaeyja og kirkjukórnum í Eyjum og á Selfossi. Einnig stýrði hún barnakór við skólann á Selfossi.
Dagfríður eignaðist barn með Guðjóni Einari Jónssyni 1954.
Þau Guðjón giftu sig 1958, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjubæ, byggðu hús við Kirkjubæjarbraut 23 og bjuggu þar til Goss.
Þau Guðjón fluttu á Selfoss, bjuggu síðast við Heimahaga 3. Guðjón lést 1985 og Dagfríður 1989.

I. Barnsfaðir Dagfríðar var Guðjón Einar Jónsson skólastjóri, bókasafnsfræðingur, f. 20. apríl 1931, d. 12. desember 2015.
Barn þeirra:
1. Hallveig Guðjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Mors Noregi, f. 14. janúar 1954. Maður hennar Morten Nilsen.

II. Maður Dagfríðar, (11. október 1958), var Guðjón Pétursson frá Kirkjubæ, sjómaður, stýrimaður, bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1935, d. 25. janúar 1985.
Börn þeirra:
2. Pétur Guðjónson rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík, f. 24. september 1958. Kona hans Berta Jónsdóttir.
3. Sveinbjörn Guðjónsson kjötiðnaðarmaður á Selfossi, f. 26. janúar 1961. Kona hans Margrét Ýrr Vigfúsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 28. júní 1989. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.