Borgþór Árnason (Stóra-Hvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Borgþór Árnason.

Borgþór Árnason frá Stóra-Hvammi, sjómaður, vélstjóri fæddist 27. september 1932 í Bræðraborg og lést 14. febrúar 2008 á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Foreldrar hans voru Árni Sigurjón Finnbogason skipstjóri, f. 5. desember 1893 í Norðurgarði, d. 22. júní 1992, og kona hans Guðbjörg Aðalheiður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1896 á Fögruvöllum, d. 30. janúar 1958,

Börn Guðbjargar Aðalheiðar og Árna:
1. Rósa húsfreyja, f. 25. júní 1916, d. 12. mars 1983, fyrr gift Þórarni Bernótussyni, síðar Birni Arnórssyni.
2. Ráðhildur húsfreyja, f. 24. júní 1917, d. 14. janúar 1997, gift Gísla Þorsteinssyni.
3. Ágústa Kristín Árnadóttir, f. 15. janúar 1919, d. 24. júní 1919.
4. Sigurbjörn verkamaður, sjómaður, bifreiðastjóri, f. 6. mars 1920, d. 31. desember 1998, fyrr kvæntur Maríu Björgvinsdóttur, síðar Ester S. Snæbjörnsdóttur.
5. Ágústa Kristín Árnadóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1921, gift Emil Jóhanni Magnússyni kaupmanni í Grundarfirði.
6. Aðalheiður Árný Árnadóttir húsfreyja, f. 5. desember 1925, d. 20. september 1989, fyrrum gift Pálma Péturssyni kennara.
7. Áslaug Árnadóttir húsfreyja, fædd 20. janúar 1928, d. 18. júlí 2007, gift Pétri Sveinssyni bifreiðastjóra.
8. Finnbogi Árnason rafvirkjameistari, fæddur 5. maí 1930, d. 1. nóvember 2019, kvæntur Guðbjörgu Þóru Steinsdóttur.
9. Borgþór Árnason vélstjóri, fæddur 27. september 1932, d. 14. febrúar 2008, kvæntur (skildu) Guðrúnu Andersen.

Borgþór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann tók hið minna vélstjórapróf í Eyjum 1950 og var vélstjóri á ýmsum bátum, m.a. Vini VE 17 og Skógarfossi VE 320, en varð að hætta sjómennsku vegna viðvarandi veikinda.
Þau Guðrún giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Bjarma við Miðstræti 4, síðar við Brimhólabraut 16. Þau skildu.
Borgþór lést 2008.

I. Kona Borgþórs, (18. apríl 1954, skildu 1962), var Guðrún Andersen frá Kiðjabergi, húsfreyja, gjaldkeri, bæjarfulltrúi, f. 22. ágúst 1933, d. 15. desember 2008.
Börn þeirra:
1. Ágúst Heiðar Borgþórsson vélstjóri í Reykjanesbæ, nú í Sandgerði, f. 3. apríl 1952 á Kiðjabergi. Fyrrum kona hans Þóra Margrét Friðriksdóttir. Kona hans Sigríður Hvanndal Hannesdóttir.
2. Hrafnhildur Borgþórsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 23. júní 1953. Maður hennar Páll Jónsson, látinn.
3. Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði, f. 1. júlí 1958 að Brimhólabraut 16. Maður hennar Sigfinnur Mikaelsson.
4. Guðrún Vilborg Borgþórsdóttir á Seyðisfirði, húsfreyja, sjúkraliði, stuðningsfulltrúi, f. 11. október 1961. Maður hennar Ólafur Mikaelsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.