Blik 1980/Sólvangsfjölskyldan

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit



Sólvangsfjölskyldan


ctr


Einn af kunnustu og athyglisverðustu Vestmannaeyingum á sinni tíð var Magnús Jónsson, Sólvangi (nr. 29) við Kirkjuveg. Hann var útgerðarmaður, skipstjóri, skáld og ritsjóri. Formaður var hann 33 vertíðir, „aflasæll og farsæll“, eins og segir í merkri heimild. Hann orti undir gervinafninu Hallfreður.
Magnús Jónsson missti konu sína, frú Hildi Ólafsdóttur, árið 1917 frá sjö börnum, og sumum þeirra kornungum.
Blik birtir hér mynd af Magnúsi Jónssyni og börnum hans. Mynd þessa tók Kjartan Guðmundsson, ljósmyndari frá Hörgsholti, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum um árabil. Myndin var tekin 1926.

Aftari röð frá vinstri:
Jón Magnússon, vinnuvélastjóri, kvæntur frú Sigurlaugu Sigurjónsdóttur,
Sigurður Magnússon, verkstjóri, kvæntur frú Jóhönnu Magnúsdóttur,
Ólafur Magnússon, ritsjóri, kvæntur frú Ágústu Pedersen,
Kristinn Magnússon, skipstjóri, kvæntur frú Helgu Jóhannesdóttur.
Fremri röð frá vinstri:
Unnur Magnúsdóttir, var gift Hinrik heitnum Jónssyni sýslumanni í Stykkishólmi,
Magnús Jónsson, skipstjóri og ritstjóri í Vestmannaeyjum.
Sigurbjörg Magnúsdóttir, gift Axel Halldórssyni, stórkaupmanni,
Rebekka Magnúsdóttir, hárgreiðslumeistari, ógift.