Blik 1978/Endurskoðun

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Efnisyfirlit 1978Endurskoðun

Frétzt hefur um misferli ýmissa einstaklinga um meðferð opinbers fjár í fórum þeirra. Endurskoðun kunnáttumanna bráð nauðsyn. — Þ.Þ.V.


Páll Zophóníasson, bæjarstjóri.

Samkvæmt beiðni yðar hef ég undirritaður endurskoðað bókhald Þorsteins Þ. Víglundssonar vegna Byggðarsafns Vestmannaeyja frá 1. jan. 1974 til 28. mars 1978. Í því skyni hef ég borið saman fylgiskjöl við sjóðsbók. Í ljós kom að nokkur fylgiskjöl vantar, en eftir að hafa fengið skýringar Þorsteins og aflað mér frekari upplýsinga tel ég enga ástæðu til annars en að nota sjóðsbókina sem grundvöll fyrir uppgjöri.
Á umræddu tímabili hefur Þorsteinn greitt út fyrir Byggðarsafnið kr. 2.230.835,-Tekjur Byggðarsafnsins á sama tíma voru: Frá Bæjarsjóði kr. 949.413,— frá Ríkissjóði kr. 300.000,— olíustyrkur kr. 31.400,- seldar myndir kr. 10.000,— gjöf kr. 2.000,— bætur frá Viðlagasjóði kr. 119.900,— vaxtatekjur kr. 15.133,— Þá voru í sjóði þann 1. jan. 1974 kr. 141.093,— og á bankabókum var, vextir innifaldir, þegar þær voru ógiltar, þann 14. feb. 1978, samtals kr. 58.176,—
Heildar inngreiðslur á tímabilinu voru því kr. 1.627.115,— Mismuninn kr. 623.780,— hefur Þorsteinn lagt fram af sínu eigin fé og er það því inneign hans hjá Byggðarsafninu.
Rétt þykir að benda á að ýmsir reikningar sem Þorsteinn hefur greitt eru vegna nýbyggingar Byggðarsafnsins, en ekki vegna reksturs þess eða viðhalds.

Virðingarfyllst,
Jóhann Pétur Andersen