Blik 1973/Aðfararorð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1973



Aðfararorð


Þegar jarðeldur brauzt út á Heimaey aðfaranótt 23. janúar s.l., var 30. árgangur Bliks, ársrits Vestmannaeyja, settur í prentsmiðjunni, enda var útgáfa ritsins fyrirhuguð með vorinu eins og venjulega. Hamfarir þessar breyttu þessari ætlan minni eins og svo mörgu öðru hjá okkur Eyjabúum.
Efni ritsins er að mestu leyti óbreytt eins og frá því var gengið. Þó hef ég stytt nokkuð þrjátíu ára sögu Sparisjóðs Vestmannaeyja með það fyrir augum að bæta við hamfaraannál án þess að stækka ritið, frá því sem gert var ráð fyrir í upphafi. Í þeim kafla verður m.a. fjallað um Sparisjóð Vestmannaeyja, flutning hans og þjónustu hér syðra við nauðstatt fólk úr heimahögum.

Þ.Þ.V.