Blik 1971/Leiðréttingar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1971



Leiðréttingar


Ýmsar villur höfðu slæðzt inn í Blik 1969, sem e.t.v. er ekki óeðlilegt, þar sem svo mörg atriði er fjallað um og margir leggja þar hönd á plóginn. Ég er ávallt þakklátur öllum þeim, sem hafa þann eiginleika að vilja af áhuga hafa það heldur, sem sannara reynist.
Hér koma svo leiðréttingarnar:
1. Á bls. 318. Myndin er sögð vera af heimilisfólkinu í Suður-Vík í Mýrdal, en á að vera af unglingaskólaþegnum þar, nemendum og kennurum.
2. Á bls. 181 er mynd af lifrarbræsluskúrum. Þetta voru lifrarbræðsluhús Gísla J. Johnsen en ekki Tangaverzlunarinnar, eins og sagt er í Bliki 1969.
3. Þá var sagt, að smiðja Einars heitins Magnússonar, járnsmiðs, hafi staðið þar sem Verzlunin Framtíðin er nú. Þetta er ekki rétt. Smiðjuhús hans stóð skammt norðvestan við verzlunarhúsið, þar sem nú eru vegamót Kirkjuvegar og Strandvegar.
4. Á bls. 75, fremsti dálkur. Þar á að vera Ólafur Bergsteinsson, Árgilsstöðum, en ekki Árgilsvöllum, eins og prentað er í ritinu.
Á bls. 76, síðari dálki, á að standa: Ungmennafélögin í Rangárvallasýslu héldu íþróttamót að vorinu, ýmist að Þjórsártúni eða á Kanastaðabökkum.
5. Þá er skakkt bæjarnafn í skýringu við mynd á bls. 76. Þar skal standa Langagerði á tveim stöðum í stað Laugagerði, sem er skakkt bæjarnafn.
6. Á bls. 197 er mynd af bóndabæ. Skýringin hefur reynzt skökk. Myndin er af Stóra-Dal undir Eyjafjöllum.
7. Þá sendi bæjarstjórinn í Neskaupstað, Bjarni Þórðarson, mér bréf og gerði nokkrar athugasemdir við orðalag mitt og skýringar við „norðfirzkar myndir“ í síðasta Bliki. Ég þakka bæjarstjóranum athugasemdirnar og viðurkenni, að þær munu á rökum reistar.
Þar er þá fyrst að telja, að Þiljuvellir og Bakki í Norðfirði voru ekki eiginlegar bújarðir heldur hjáleigublettir úr bújörðinni Nesi.
Bæjarstjóri veitir mér fróðleik, sem ég hef ánægju af. Hann segir það víst, að ,,Gamla Lúðvíkshúsið í Neskaupstað hafi upphaflega verið byggt af Norðmönnum á svokölluðum Töjes-grunnum þarna inni á Ströndinni, og man ég vel eftir þeim grunnum, þó að ég fengi aldrei vitneskju um það, hvers vegna þeir voru þarna.
Þá var á bls. 279 skráð skakkt föðurnafn Eiríks útgerðarmanns í Dagsbrún. Hann er sagður Stefánsson í Bliki, en á að vera Þorleifsson, - Eiríkur Þorleifsson. Þetta átti ég að vita rétt, því að ég þekkti manninn, en eitthvað hefur skolazt til hjá mér eftir öll þessi ár.
Þá ritaðist og prentaðist skakkt hjá mér föðurnafn Haralds á Kvíabóli. Hann var Brynjólfsson en er sagður Runólfsson í Bliki, bls. 280. Einnig þetta hefði ég átt að vita og greina rétt, því að ég þekkti Harald heitinn Brynjólfsson persónulega á uppvaxtarárum mínum.
Jens Pétursson kvað vera eigandi Kvíabóls í Neskaupstað, en ekki Pétur bróðir hans, eins og mér var tjáð.
Ég endurtek þakklæti mitt til bæjarstjórans í Neskaupstað, Bjarna Þórðarsonar, fyrir þessar leiðréttingar og svo annan gagnlegan fróðleik, er hann veitir mér. Aðeins þetta að lokum til hans: Nafnið á frú Hildi Agötu og föðurnafn skráði ég eftir kirkjubók sóknarinnar. Þ.Þ.V.



Náttúrufræðideild Byggðarsafnsins


ctr


Þessi mynd var eitt sinn tekin í Náttúrugripasafni Eyjabúa, náttúrugripadeild Byggðarsafnsins. Prentmyndin er gjöf frá Morgunblaðinu til Bliks. Gjöfina þökkum við alúðlega. Jafnframt viljum við mælast eindregið til þess, að sjómennirnir okkar gefi Byggðarsafninu sjaldgæfa fiska, sem við getum sett upp og geymt almenningi til sýnis í safninu.

F.h. NÁTTÚRUGRIPASAFNS EYJABÚA
Þorsteinn Þ. Víglundsson