Blik 1971/K.V., myndir með skýringum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Stökkva á: flakk, leita

Efnisyfirlit 1971K.V., Knattspyrnufélag Vestmannaeyja
Myndir


ctr


Á árunum 1932-1938 starfaði hér í Eyjum félag, sem hét Knattspyrnufélag Vestmannaeyja, skammstafað K.V. Þessi samtök ungra íþróttamanna hér í bæ komu vissulega miklu góðu til leiðar til eflingar íþróttastarfseminni. Þetta félag kom því t.d. til leiðar, að íþróttavöllur var gerður í Botninum, unninn í atvinnubótavinnu á kreppuárunum. Þá efndi K.V. til glímuæfinga og réð hingað til Eyja sérstakan íþróttakennara o.s.frv.
Einar Sigurðsson var lengst af formaður þessara félagssamtaka. Væntum við þess, að Blik geti síðar birt ítarlega sögu K.V. Hér birtum við mynd af íþróttaflokki þess, sem á sínum tíma sýndi frjálsíþróttir á Þjóðhátíð Vestmannaeyja.
Aftari röð frá vinstri: 1. Jón Jónsson frá Enda við Vesturveg, síðar flugmaður, 2. Hafsteinn Snorrason frá Hlíðarenda, 3. Bjarni G. Magnússon frá Lágafelli, 4. Júlíus Snorrason frá Hlíðarenda, 5. Daníel Loftsson frá Borgarhóli, 6. Aðalsteinn Gunnlaugsson frá Gjábakka, 7. Björn Sigurðsson frá Hallormsstað, 8. Karl Guðjónsson frá Breiðholti, 9. Vigfús Ólafsson frá Gíslholti, 10. Karl Jónsson frá Höfðabrekku.
Fremri röð frá vinstri: 1. Sigurður Guðlaugsson frá Rafnseyri, 2. Sveinn Ársælsson frá Fögrubrekku, 3. Ásmundur Steinsson frá Ingólfshvoli, 4. Magnús Guðmundsson frá Sjólyst, 5. Ólafur Erlendsson frá Landamótum. - Öll heimilin kunn hér í Eyjum.


ctr


KAPPAR ÚR KNATTSPYRNUFÉLAGI VESTMANNAEYJA


Aftasta röð frá vinstri: 1. Martin Tómasson frá Höfn, 2. Ármann Friðriksson frá Látrum, 3. Daníel Loftsson frá Borgarhól, 4. Lárus Ársælsson frá Fögrubrekku, 5. Árni Guðmundsson frá Háeyri, 6. Gísli Guðjónsson frá Kirkjubæ, 7. Arnoddur Gunnlaugsson frá Gjábakka.
Miðröð frá vinstri: 1. Friðjón Sigurðsson frá Skjaldbreið, 2. Þorsteinn Sigurðsson frá Melstað, 3. Sigurður Símonarson frá Miðey.
Fremsta röð frá vinstri: 1. Ísleifur Þorkelsson frá Reynistað, 2. Sveinn Ársælsson frá Fögrubrekku, 3. Gísli Jakobsson frá Görn, 4. Sveinbjörn Guðlaugsson frá Odda. - Öll heimilin þekkt í Eyjum.